Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1913, Blaðsíða 59

Eimreiðin - 01.01.1913, Blaðsíða 59
59 en fækki, eftir því sem nú er komið högum manna og þjóða á Balkanskaganum. Pað hefir þannig brytt á ósamlyndi milli banda- lagsþjóðanna út af því, hvernig skifta eigi reitum Tyrkja milli þeirra. Pá heimtar og Rúmenía, nyrzta Balkanríkið, sem setið hefir hlut- laust hjá, einhvern bita fyrir sig, og er reiðubúin til að grípa til vopna, til að fá kröfum sínum framgengt. Austurríki og Ítalía, sem hvort um sig hafa mismunandi hagsmuna að gæta í Albaniu (á vesturströnd Balkanskagans), hafa orðið ásátt um afstöðu sína þar, sem getur nokkurnveginn komið þeim báðum jafnt að haldi. Ikiu hafa því — og bandvinur þeirra Pýzkaland líka tekið í sama strenginn — risið öndverð fyrst gegn kröfum Serba og Grikkja um að skifta Albaníu á milli sín, og heimtað, að hún yrði gerð að sjálfstæðu ríki, og því næst gegn kröfum Serba um að fá þó að minsta kosti höfn á ströndum Albaníu til sinna umráða, sem þeim er harla mikil nauðsyn á. Á Rússlandi var mikill almenn- ingsvilji fyrir því, að halda uppi vörnum fyrir kröfum hinnar slafnesku frændþjóðar sinnar, Serbanna, og gat þá svo farið, að Rússum (og þá líka bandalagsþjóðum þeirra: Frökkum og Eng- lendingum) lenti saman við Austurríkismenn og Ungverja (og þá einnig |við bandamenn þeirra: Pjóðverja og ítali). Petta ástand hefir nú um tveggja mánaða skeið komið allri Evrópu til að leika á reiðiskjálfi, og óttinn fyrir almennum ófriði legið eins og mar- tröð á hugum manna. Og því fer mjög fjarri, að sá ótti sé um garð genginn, þótt sendikerrafundurinn í Lundúnum hafi gert uppskátt, að öll stórveldi Norðurálfunnar séu sammála um að gera Albaníu að sjálfstæðu ríki, og líka á einu máli um það, hvernig ráða eigi fram úr hafnarkröfum Serba. Um Marokkó-mdlin hafa Frakkar og Spánverjar verið að þvæla í marga mánuði, unz þeim loks tókst að finna viðunanleg- an meðalveg milli hagsmuna sinna, svo að Marokkósamningur- inn varð undirritaður í París 27. nóvember, hálfum mánuði eftir að forsætisráðherra Spánverja, Canalejas, hafði verið myrtur á götunni í Madríð. Að soldán þeirra Marokkóbúa heitir nú ekki lengur Muley Hafid, heldur (frá því í ágúst) Muley Jussuf, eru smámunir einir, sem engu skifta, með því að ríkið Marokkó er nú ekki framar til nemci d pappírnum. í Austur-Asíu hafa gerst tíðindi, sem margt getur af leitt og «nginn fær séð fyrir endann á. Pegar í byrjun ársins 1912 varð kínverska stjórnarbyltingin ofan á, og í febrúar kom út keisara-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.