Eimreiðin - 01.01.1913, Blaðsíða 16
i6
í ljós, aó ekkert er reynt til þess af foreldranna hálfu, að koma
barninu á brjóst; ég kalla það svo, þó að það ef til vill sé gert
nokkrum sinnum með hangandi hendi og viljaleysi; því mjólki
móðirin ekki á öðru dægri eða næstu dögum svo, að mjólkin
renni sjálfkrafa úr brjóstum hennar, þá er barnið tekið af brjósti
og því fenginn peli; því nú eru ekki »dúsurnar« lengur til.
Sú skoðun er töluvert útbreidd víða um lönd, að hæfileika
kvenna til mjólkur sé að fara hnignandi eða hann sé jafnvel að
deyja út; ber það keim af þessu, er konur hér um slóðir telja
víst, að þær mjólki ekki, því margar bæta við: »Svona var hún
móðir mín; hún mjólkaðt ekkert.« Svo langt hefur áðurnefnd
skoðun komist, að menn hafa talað um, að brjóstkirtillinn væri að
úrkynjast, að týna niður þessu starfi.
Um og eftir aldamótin 1800 mun sú venja hafa verið al-
geng víða um lönd, að konur gæfu börnum að sjúga sig. Pessu
hefur hnignað mjög erlendis, frá því sem þá var, og hafa atvinnu-
hættir kvenna í stórborgunum átt drjúgan þátt í því; fjöldi kvenna
vinnur í verksmiðjum, til þess að hafa ofan af fyrir sér; nú á síð-
ustu árum hefur þetta breyzt mjög til batnaðar, því nú orðið hafa
þessar verksmiðjukonur börn sín á hæli nálægt verksmiðjunni, er
þær vinna í, og gefa þeim að sjúga í tómstundum sínum.
Hvort sá siður, að konur hefðu börnin á brjósti, hafi hér á
landi verið algengari um þær mundir, en nú er, læt ég ósagt; en
eftir því sem háaldraðir menn hér eystra og víða á Suðurlandi
hafa skýrt mér frá, má telja víst, að þetta hafi verið miklu al-
gengara um og eftir miðja 18. öld, en nú á sér stað, að minsta
kosti í þessum landshlutum. Sá mikli barnadauði, er um þær
mundir var hér á landi, stafaði af læknaleysi, meiri óþrifnaði í
meðferð ungbarna, en nú á sér stað, og sumpart af skæðari land-
farsóttum, t. d. barnaveiki, sem menn um þær mundir stóðu ráð-
þrota gegn. Nú nota læknar bæði blóðvatn og barkaskurð gegn
sýki þessari, svo sem kunnugt er, og bjarga þorra barnanna.
Sú er getgáta mín, að »Atli« Björns próf. Halldórssonar í
Sauðlauksdal hafi átt drjúgan þátt í því með læknunum, að þetta
breyttist til batnaðar; bændur víða um land eignuðust það rit, og
var það um eitt skeið einskonar alfræðibók þeirra og ráðgjafi. í
þeirri bók er stuttur, en vel saminn kafli um þetta efni, sem menn
nú, ekki síður en þá, hefðu gagn af að rifja upp fyrir sér.
Úr samanburðar-lífifæra- og lífeðlisfræði vitum vér, að til þess