Eimreiðin - 01.01.1913, Blaðsíða 72
72
lenzk ljóð á útlenda tungu, svo að þau skemmist ekki eða dofni til muna. En Poe-
stion hefir fyr sýnt, að hann er flestum færari í þann sjó.
Það er ekki lítill sómi fyrir skálda-öldunginn okkar hugumkæra, Stgr. Thv að
áttræðisafmælis hans skuli þannig hafa verið minst með heilli bók á einni hinni
mestu mentatungu heimsins. En við fáum líka nokkra hlutdeild í sómanum, allir
landar hans, með því snild hans varpar ljóma yfir nútíðarbókmentir vorar yfirleitt,
og hvetur útlendinga til að kynnast þeim. Við höfum því tvöfalda ástæðu til að
gleðjast yfir þessari bók Poestions, bæði skáldsins vegna og sjálfra okkar, allra
íslendinga.
En er nú ekki skömm að því, að við ekki skulum láta það sjást betur, en
orðið er, að við kunnum að meta, hve bæði vel og ötullega herra Poestion jafnan
hefir unnið að því, að vekja athygli mentaheimsins á bókmentum vorum? Hann hefir
að vísu verið sæmdur dönskum heiðursmerkjum fyrir þessa starfsemi sína, en sér-
staklega íslenzka sæmd hafa menn ekki hingað til átt kost á að sýna honum
aðra en þá, að gera hann að heiðursfélaga Békmentafélagsins. En nú, er við höf-
um fengið háskóla, þá ætti að gera hann að heiðursdoktor. Hann á það fyili-
lega skilið að verða fyrsti doktor íslenzka háskólans. V\ G.
ÍSLENZK RIT Á DÖNSKU. Sú var tíðin, að Danir vissu lítið um íslenzkar
bókmentir, og héldu flestir, að þær væru engar til frá nýrri öldum. En á þessu er
nú að verða mikil breyting. Nú kemur út hver bókin a fætur annarri eftir íslend-
inga á dönsku, ýmist þýddar eða frumsamdar.
í^annig komu út árið sem leið nokkrar af sögum séra Jónasar Jónassonar
á dönsku, og heitir bókin Sagamennesker. Pýðingin er eftir Margr. Lobner Jorgen-
sen, og hefir skáldið Jóhannes Jorgensen skrifað formála fyrir þýðingunni, þar sem
hann hælir sögunum mjög, og ýmsir ritdómarar hafa líka lokið lofsorði á þær.
]?á liefir og saga Jóns Trausta Borgir einnig verið þýdd á dönsku, og er
þýðandinn hin sama frú Jorgensen. A dönsku heitir sagan Imod Strommen, og
hefir hún hlotið einróma lof, og er í mörgum ritdómum talin listaverk.
Bóndinn d Hrauni (»Gaarden Hraun«), leikrit Jóhanns Sigurjónssonar,
er nú líka komið út á dönsku, og hefir fengið ágætar viðtökur hjá mörgum, þótt
eigi þyki það jafnast við Fjalla-Eyvind, sem nú fer sigurför um mikinn hluta Norð-
urálfunnar (leikinn í vetur í Gautaborg, Kristjaníu, Stokkhólmi, Khöfn og víðsvegar
um í^ýzkaland). »Bóndinn á Hrauni« verður og í vetur leikinn á konunglega leik-
húsinu í Khöfn.
Nýtt Ijóðakver hefir og komið út eftir Jónas Guðlaugsson: Vidderncs Poesiy
og hefir því verið vel tekið og þótt talsvert til þess koma.
Annað kvæðasafn eftir Gunnar Gunnarsson hefir aftur hlotið ómilda dóma,
enda mun það flestum íslendingum ofraun að yrkja vel Jjóð á dönsku. Ljóðskáld
ættu aldrei að yrkja á öðru máli en móðurmáli sínu. Ymisleg smákvæði, sem birzt
hafa eftir Gunnar í dönskum blöðum, hafa þó verið lagleg. Gunnar hefir og ritað
margar smásögur í blöð og tímarit, og auk þess alimikla skáldsögu í bókarformi,
sem getið verður á öðrum stað sérstaklega. V. G.
GUNNAR GUNNARSSON: ORMARR 0RLYGSSON. Af Borgslægtens Hi-
vStorie, Khöfn. 1912.
Saga þessi fer fram sumpart á íslandi og sumpart í Khöfn. Aðalpersónurnar
eru 0rlygur bóndi á Borg, sem ber ægishjálm yfir alla í sínu héraði, svo að hver
maður verður þar að sitja og standa eins og hann vill vera láta, og eldri sonur