Eimreiðin - 01.01.1913, Blaðsíða 23
23
um eða gagtislausum. f*að er áríðandi að nota þá aðferð, sem
reynsla er fengin fyrir, að sé góð eftir hætti eða samsvari þörf-
um barnsins; hún verður einnig að vera einföld og ódýr, því þá
að eins getur hún orðið auðlærð og almenn, og skal ég því í
fám orðum minnast á eina, sem hefur alla þessa kosti til að bera.
Hún er falin í því, að þynna kúamjólkina, áður en hún er
gefin barninu, en minka þynninguna, eftir því sem barnið eldist
og þarfir þess aukast; jafnframt því sem mjólkin er þynt, verður
að láta sykur saman við hana.
Algengast er að þynna mjólkina með vatni; sumir barna-
læknar nota bygg- eða hafraseyði til þess, því sagt er að mjólkin
meltist þá betur; það er búið til á þann hátt, að i matskeið af
hafra- eða bygggrjónum er látin í pott með velfeldu loki yfir; síð-
an er helt á 3 pelum af vatni og soðið í 15 mín.; að því búnu
er það síað, og seyðinu helt saman við mjólkina.
Hve mikið á að þynna mjólkina?
Venjulegt er að gefa nýfæddu barni 1 hluta mjólkur móti
3 hlutum vatns, og er því haldið áfram fyrstu vikuna; 2. vikuna
skal láta 1 hluta mjólkur móti 2 hlutum vatns; 3. vikuna skal
blanda til helminga og halda því áfram, unz barnið er H/a mán-
aðar; þá skal gefa því 2 hl. mjólkur móti 1 hl. vatns, unz það
er fullra 3 mánaða; á fjórða mánuði skal gefa því 3 hl. mjólkur
móti 1 hl. vatns, á 5. mánuði 4 hl. mjólkur á móti 1 hl. vatns,
og missirisgömlu skal gefa því óblandaða mjólk. Barnalæknar í
ýmsum löndum þynna mjólkina mismunandi mikið; þessi aðferð
er notuð af barnalæknum í Danmörku, og er álitin góð og eftir
atvikum holl.
Fyrstu vikuna þarf barnið aðeins lítið af þessari blöndu; skal
gefa því 2 pela í einu þrisvar á dag, unz það er 3 vikna; úr
því skal gefa því fullan pela, og haga máltíðunum á sama hátt
og þá er börn eru höfð á brjósti.
Pelinn á að taka 250 grm.; hann á að vera glær, svo hægt
sé að sjá óhreinindi í honum; hann á í hvert sinn að skola vand-
lega úr soðnu snarpheitu vatni, áður en mjólk er helt á hann.
Saman við 1 hluta mjólkur skal láta 1 teskeið af reyrsykri í
hvert sinn.
fað er algengt hér á landi, að valin sé mjólk úr einni sér-
stakri kú handa barninu, og hefur snemmbærumjólk ungviða orð
á sér fyrir hollustu; það er ekki rétt að fara svo að, því að efna-