Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1913, Blaðsíða 68

Eimreiðin - 01.01.1913, Blaðsíða 68
68 Rits j á. END (JRMINNINGAR PÁLS MELSTEÐS. Ritaðar af honum sjálfum. Gefnar út á aldarafmæli hans af »Hinu ísl. Fræðafélagi í Khöfn.« (1912). Allir þeir, sem þektu Pál sál. Melsteð, munu grípa þessar endur- minningar hans með mikilli eftirvæntingu. Því það var yndi að hevra þennan Nestor 19. aldarinnar segja frá. Og hann kunni líka frá mörgu að segja. Það vantar heldur ekki að þessar endurminningar hans séu læsilegar. I’ar er sama lipurðin í frásögn og máli, sem hon- um var svo eiginleg. Og margt er þar fróðlegt og skemtilegt, einkum um lífið í Bessastaðaskóla og um bemsku Páls sjálfs og uppeldi. Þá er og lýsing hans á Fljótsdalshéraði mjög skemtileg og eigi allfáar upplýsingar um sögu Reykjavíkur á umliðinni öld. En talsverð von- brigði eru það fyrir lesandann, hve þögull hann er um þá mörgu merku menn, sem hann átti svo mjög saman við að sælda á Hafnar- árum sínum. Maður hefði vonast eftir að fá eitthvað meira að heyra um aðra eins menn eins og Jónas Hallgrímsson, Tómas Sæmundsson, Konráð Gíslason, Jón Sigurðsson og fleiri aðra. Er harla merkilegt, að hann skuli svo sem ekkert minnast á Jón Sigurðsson, jafnnáið sam- band sem þó var þeirra á milli, eins og sjá má af hinum mörgu bréf- um Jóns til Páls. Margt kunni og Páll að segja af þeim Jónasi og Konráði. og minnist sá, er þetta ritar, margra slíkra frásagna af munni hans, sem vel hefðu verið þess verðar að fá sæti í endurminningum hans. En þó menn sakni ýmislegs í þessum endurminningum, sem ástæða var til að vonast eftir, þá er þó gott að hafa fengið þær, því þær eru bæði fróðlegar og sérstaklega skemtilega og alþýðlega ritaðar, eins og yfirleitt alt, sem Páll Melsteð ritaði. V. G. BRYNJÚLFUR JÓNSSON: SAGA NATANS KETILSSONAR OG SKÁLD-RÓSU. Rvik 1912. Þó ekki væri fyrir annað en kviðlingana hennar Vatnsenda-Rósu, þá á hún skilið að verða keypt þessi bók. En þar er og á fleira að líta, því bæði er alt efnið harla sögulegt, enda vel með það farið hjá Brynjúlfi gamla, bæði að stíl og framsetning allri, og svo vandað til allra heimilda, sem framast mátti verða. Er þar og óefað margt rétt- ara en í eldri frásögnum. Einkum er saga Natans hér sjálfsagt í mörgum greinum réttari en hjá Gísla Konráðssyni, þótt undarlegt megi virðast, þar sem hann var uppi á sama tíma og þessir viðburðir gerð- ust. En það er ekki ætíð svo auðvelt fyrir sjálfa samtíðarmennina að sjá, hvað réttast er, þótt þeir sé allir af vilja gerðir. Það er svo margt, sem glepur þeim sýn. 1 sögu Gísla er aðaláherzlan lögð á prakkaraskap Natans, sem synd væri að segja, að hann hefði verið laus við, en hér er engu síður sýnt, hvílíkur listamaður hann var og stórum vel gefinn frá náttúrunnar hendi, og að í honum voru líka til góðar taugar. Skifti þar mjög í tvö horn, hvort hann átti við vesla
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.