Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1913, Blaðsíða 47

Eimreiðin - 01.01.1913, Blaðsíða 47
47 síðar, hinn 3. dag marzmánaðar 1910, og skorti þá tæpan mánuð á 44 ár. Þegar í æsku komu ( ljós hjá Gunnsteini sáluga frábærar gáfur samfara fastri lund og sterkri mentalöngun. Hneigðist hugur hans og snemma til sönglistar, sem síðar varð meiri raun á. Á þeim árum voru engir alþýðuskólar þar nyrðra, en lítt fær vegur að leita á burt til náms. Varð hann því að spila upp á eigin spýtur með mentunar- útvegu sína, þegar fræðslan, er heimahúsin veittu, hrökk ekki lengur til; var hann jafnvígur að heita mátti á bæði tungumálin, íslenzku og ensku, en las og skildi auk þess öll Norðurlandamálin, óg er það fá- títt meðal uppvaxandi kynslóðarinnar í þessu landi. Las hann mjög mikið á yngri árum, einkum skáldskap og sögulegar bókmentir, enskar og íslenzkar. Sagði hann svo sjálfur, að (slenzku hetði hann bezt lært af Sturlungasögu. Enda skrifaði hann óvenjulega gott mál, látlaust, hreint og náttúrlegt. Má líka eigi óvíða sjá á sögum hans, hve þungt honum féll úrkynjun íslenzkunnar á tungu landa sinna hér í álfu, þótt sú umvöndun vanalega kæmi fram sem skopleg sýnishorn málskríp- anna. Gunnsteinn heitinn var mjög þunglyndur, ómannblendinn og fá- skiftinn að eðlisfari. Kölluðu ókunnugir hann stoltan og stirðlundaðan. En þeir, sem þektu hann betur, vissu að ekkert var honum fjarlægara. Hann var að eðlisfari yfirlætislaus, viðkvæmur og þýður í lund. í sinn hóp gat hann verið glaðsinna, og hafði hann jafnan gott auga fyrir því, sem afkáralegt var og álappalegt. Höfðu því ýmsir sveitungar hans ímugust á honum og kölluðu hæðinn. Hefi ég heyrt sagt, að ekki færri en hálf tylft manna hafi tekið að sér sögurnar um Jón á Strympu. Sýnir það að eins, hve nærri er þar farið mannlegum tilfinningum og háttsemi, því auðvitað er Jón Jónsson á Strympu aðeins persónugjörv- ingur þess, er höfundi gramdist mest í íslenzku lundarfari og venjum, — þess er hann vildi að á brottu væri, — en enginn einstakur sveit- ungi hans. Hann gat auðvitað ekki stilt sig um að draga dár að þessu mannfélagi, sem hann er að lýsa, — það var hans aðferð til að finna að því, sem aflaga fór. En í stað þess að setja upp spekings- svip, ræskja sig og halda langar fyndnisræður frá sjálfum sér inn í milli atburða sögunnar, eins og ekki er dæmalaust meðal ísl. söguhöf- unda nú á dögum, dregur hann saman í eina náttúrlega keðju kring- umstæður, staðhætti, orð og athafnir, orsakir þeirra og afleiðingar, þannig, að persónurnar sjálfar verða sjálfum sér óafvitandi þátttakend- ur ( ömurlegasta háðleik. Enda þótt flestar af sögum hans væru skrifaðar í svona anda, getur hann þó ekki beinlínis talist kýmnis- eða skophöfundur, því á bak við alt liggur sterk alvara og sár gremja yfir afkáraskapnum, sem hann er að leiða fram á sjónaisviðið. Þannig getur hann ekki að sér gjört, að kalla söguna, þegar Jón á Strympu gjörðist járnbrautarnefnd, »íslenzka þröngsýni«, sem er fjarri því að vera 1 samræmi við kýmnis- tóninn, er rennur í gegn um alla söguna. Hið bagalegasta, ef til vill, við þessar sögur Gunnsteins er það, að lesandinn þarf helzt að vera vel kunnugur öllum staðháttum og landsvenjum, þar sem þær fara frarn, til þess að geta notið þeirra og skilið þær til fulls.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.