Eimreiðin - 01.01.1913, Blaðsíða 40
40
einnig Rómaborg, samkoniu- og sambræðslustað allra trúarbragða og
hindurvitna. Sjálfur hinn þröngsýni þjóðernisflokkur í Júdeu komst
eigi undan áhrifum utan að í trúarskoðunum, þótt hann þversynjaði
þess; ræður Faríseanna eru þess vitni. Því fremur sem þeir héldu
fast fram kröfum sínum um tilkomu Messíasar, því fremur neyddust
þeir til að fá að láni orðalag grískra heimspekinga og dulfræði Austur-
landa, til að sýna dýrð hans og vegsemd. Ymsar alþýðu-hugmyndir
um það efni virðast hafa verið ærið öfgafullar; spár um síðustu tíma
(apokalypses) lágu eins og í lofti og í öllum var Messías oddviti; ýmist
var hann þjóðhöfðingi af húsi Davíðs, meiri hetja en Júdas Makkabeus,
gæddur gáfum af himni ofan til þess, að leysa ættjörð sína frá öllu illu;
ellegar hann átti að koma beint frá himnum og vinna hið sama end-
urlausnarverk; aðrir kendu, að hann væri útstreymi (emanation) frá-
veru guðdómsins, eða þá því, er menn nefndu frumsköpun, eða sá
aeingetnis, sem skapað hefði alla heima. Menn verða að muna, að
eftir almennri hugsun tímans, jafnt Persa sem Grikkja, þótti slíkrar
veru við þurfa sem meðalgangara milli guðs og sköpunarverks hans.
í viðbót við þessa margbreytpi og rnörgu einkenni hugmyndarinnar
kemur svo kenningin um frelsarann frá syndinni og hennar afleið-
ingum, og trúin á upprunalegt guðlegt manneðli, er allir menn væru
komnir af og ættu tilkall til. Þetta getum vér komist lengst og full-
yrt að svo komnu, og munu flestir játa, að efni þetta sé frámunalega
flókið og margbrotið. Og það er enginn hægðarleikur að ákveða,
hver eða hvað margar af þessum skoðunum hafi haft mest áhrif á
lýðinn í Galíleu eða Jerúsalem í upphafi kristindómsins.
En hvaða þýðingu hafa þær nú? Það er spurning, sem eigi þarf
lengi að bíða svars. Vér megum óðara vísa á bug Messíasi Gyðinga
— nema að svo miklu leyti sem hann hefur átt að tákna allsherjar-
ríki réttlætisins; er þó ærið efasamt, hvort aðrir en sár-fáir hafi hugsað-
hann svo. Heimur vor nú á dögum væntir eigi eftir fyrirmyndarkon-
ungi, jarli guðs eða fulltrúa, þótt talað sé um komandi bróðerni allra
þjóða; vér búumst og eigi við, að upp rísi maður gæddur himneskum-
yfirburðum, sendur til að afreka slíka hluti. Nauðsyn logos-kenningar-
innar er einnig horfin; hugsun nútímans þarf hennar eigi, og mundi
verða hrundið með þeirri hjátrúarbreytingu, sem var í för með henni.
Hvað »manninn af himnis snertir, megum vér betur gæta vor. Því í
rauninni verður eigi komist hjá að hugsa einhverja einkunn eða eigin-
leik guðdómsins, sem sé eða sýni nú þegar það fyrirmyndarmanneðli,
er betur og betur sé að birtast í mannkyninu, leiði það og viðhaldi
því. Á stríðsvelli tímans eru mestu afreksverkin unnin af frumheijum,
er allir mega kallast líðandi og stríðandi þjónar guðs. Siðmenningar-
framfaraspor kynslóðanna eru eigi keypt með afslætti eða lágu verði;
á hverjum vegamótum bíður krossfesting hvers frumherja. Þegar vér
því höfum takmarkað og tekið saman hinar fornu Krists hugmyndir og
haldið hinu einfaldasta eða því, sem hugmyndir nútímans bezt fá skilið
og tileinkað sér, þá verður það hugsjón fyrirmyndarmannsins,
sál alheimsskipulagsins, sú, er vera skal lífsfræ í hverjum einstökum,
og birtast betur og betur, eftir því sem tímar líða, í vaxandi framþró-
un alls mannkynsins. Kristur er kosmist (p: allsherjar) nafn, að því