Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1913, Blaðsíða 5

Eimreiðin - 01.01.1913, Blaðsíða 5
Uppeldi. (Erindi flutt á samkomu 17. des. 1910 til ágóða fyrir uppeldissjóð Thorvaldsens- félagsins). Eftir GUÐM. BJÖRNSSON, landlækni. Ég hefi lofað að tala ura uppeldi barna, en ég er hræddur ura, að það sannist á mér í kveld, að ég er Norðlendingur, og fari líkt og segir í ævagamalli vísu: Reiddu þig upp á Norðlendinginn; hann lofar öllu fögru það er ekki valt; og svíkur svo alt. Pið hafið líklega búist við, að ég, læknirinn, mundi snúa öllu máli mínu að líkamsuppeldi barna. En þar kemur pretturinn: Ég ætla ekki að tala um líkamsuppeldið: það gerði ég annarstaðar ekki alls fyrir löngu; í þetta sinni ætla ég að snúa mér að hinu andlega uppeldi. Menn eru ekki alls kostar ásáttir um það, hversu djúptæk séu áhrif uppeldisins á manneskjurnar. Sumir hafa haldið, að manneskjurnar mundu allar verða eins, ef þær allar fengju öldungis sama uppeldi. En það nær engri átt. Við vitum, að öllum kippir í kynið að einhverju leyti; líkjast sumir fremur í föðurætt, en aðrir sækja meir til móðurinnar; þar að auki er eitthvert nýtt upphaf í hverri manneskju. Sumir eru ættarlaukar, aðrir ættlerar. Það er því óhætt að fullyrða, að engar tvær manneskjur séu alveg eins gerðar á sál og líkama. Kostir manna og lestir fara því eftir þessu tvennu, upplaginu — því sem meðskapað er — og uppeldinu. Uppeldið ræður þó mestu, því að fé er jafnan fóstri líkt. Ef við kæmum börnum okkar í fóstur hjá verstu villimönnum, þá mundu þau verða trylt og siðlaus eins og þeir. Hins vegar verða flest villimanna börn að nýtum manneskjum, ef þau fá gott uppeldi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.