Eimreiðin - 01.01.1913, Blaðsíða 33
33
það til einn dag, tneðan hann lá og svaf í heitum sandinum á
strönd nokkurri, að ungan guð bar þar að, og sá hann blómið.
Og guðinn sagði: »Petta er of lítil mold handa þér, blómið gott,
bráðum muntu visna og deyja. En nú skal ég bjarga þér.« —
Pegar bjálkinn vaknaði, var blómið horfið. Hann leit í kringum
sig, og sá það í jurtapotti innan við stóran glugga í höll guðsins.
?á sigldi bjálkinn sína leið, og það sást aldrei neitt til hans upp
frá því.
Hjálmar lauk við tréfótinn á brúðkaupsdegi Sólrúnar, og gaf
henni hann í brúðargjöf og mælti um leið brosandi:
»Farðu nú vel með hann. Og brúkaðu hann ekki nema við
hátíðleg tækifæri. Nú ertu hætt að vaxa, og það getur orðið
langt þangað til ég gef þér næsta tréfótinn.« —
Daginn eftir hélt hann leiðar sinnar. Hann átti yfir fjallveg
að fara. fað skalljá snjóhríð þann dag, og hann hefur líklega
vilst. Pví ári seinna var hann ekki kominn aftur. Og ekkert
heíur til hans spurst, síðan hann lagði á heiðina, daginn eftir
brúðkaup uppeldisdóttur sinnar.
GUNNAR GUNNARSSON.
„Jesús eða Kristur“.
Pað er vissulega tímabært og nauðsynlegt, að vor helztu
tímarit birti við og við góðar og hógværar greinir um trú og
trúfræði samtíðar vorrar; svo mjög eru þau málefni nú á dagskrá
hinna helztu þjóða, enda hafa einnig náð til vorra stranda ómar
af þeim hreyfingum. Og þótt þekkingin sé lítil, jafnvel meðal
presta landsins um þær deilur, ætti sú vanþekking síður en ekki
að aftra fróðari mönnum frá að veita uppfræðslu í þeim efnum.
Auðvitað vekur það sorg og hneyksli hjá »rétttrúuðu« fólki, sem
vant er að láta »kirkjuna« hugsa fyrir sig, að heyra, að svo
háskalegt »mögl sé um trúna«, enda er það eigi nýtt í trúarsögu
þjóðanna, og verður eigi við því gert, þar sem fornhelgar skoð-
anir og siðir hafa náð dauðahaldi á kynslöðunum. En breyti-
þróun tímanna spyr eigi að því: hið nýja spyr eigi um lof,
3