Eimreiðin - 01.01.1913, Blaðsíða 12
12
kvað Byron, enska skáldið fræga, í þá tíð. Og Grikkir fengu
viðreisn, urðu sjálfstætt ríki og hugðust hafa himin höndum tek-
ið. En það hefur ekki ræzt. far er alt enn í eymd og volæði.
Sama spillingin og á dögum Filippusar. Helztu menn þjóðarinnar
berjast um völdin, hrifsa þau til sín á víxl, stela svo úr vasa
þjóðarinnar hver í kapp við annan, og hafa steypt henni í
óbotnandi skuldir. Og alt er þetta gert í nafni sjálfstæðisins,
undir yfirskyni ættjarðarástar.
Til þess eru vítin að varaat þau.
Pað er gott og gagnlegt, að koma upp skólum og kenna
unglingunum sem mestan þarflegan fróðleik.
En það er ekki einhlítt.
Ment er máttur.
En ef svo fer, að mentunin lýtur ekki að yfirstjórn sannrar
þjóðrækni og mannkærleika, ef hún gengur í þjónustu taumlausrar
sjálfselsku og síngirni, þá verður máttur mentunarinnar óstjórnlegur,
verður að krampateygjum í þjóðarlíkamanum, eða dauðateygjum.
Við eigum að menta börnin.
En við eigum umfram alt að innræta þeim frá blautu barns-
beini þjóðrækni og ættjarðarást.
Við eigum að gera þeim ljóst, að þjóðræknin er undirrót
alls góðs í landinu; en síngirnin orsök alls hins versta.
Við eigum að koma þeim í skilning um, að ment er máttur,
en beggja handa járn, sem beita má til góðs, en líka til ills.
Börnin þurfa að skilja, að mentunin er máttug til góðs, en
að mestur er þó kærleikurinn og sjálfsafneitunin.
Nú ganga þeir með skólabækur undir hendinni og harla lág-
ir í lofti, þeir menn, sem ráða munu lögum og lofum á landi hér
eftir nokkra áratugi. Við erum að ala þá upp.
Sannarlega er framtíðarfarsæld þjóðarinnar mest undir því
komin, að þessir og allir aðrir ungir menn læri að elska þjóð sína
og fósturjörð fram yfir eigin hagsmuni.
Ef það lánast, þá mun þjóðinni vegna vel og landið haldast
í ættinni.