Eimreiðin - 01.01.1913, Blaðsíða 21
21
vonda vessa, er gætu gengið með mjólk þeirra til barnsins, og
annarra úreltra skoðana.
Pað var og álit manna, og er ennþá, að þær konur, er hafa
erfðasjúkdóma, er holdsveiki og berklaveiki töldust til, ættu eigi
að gefa börnum að sjúga.
Nú er öldin önnur, sem betur fer, og þessar kenningar eru
útdauðar hjá öllum, sem nokkra þekkingu hafa í þessum efnum;
og vonandi verður þess eigi langt að bíða, að hún einnig lognist
útaf á meðal alþýðunnar.
Eins og flestum mun kunnugt, og sýnt hefur verið fram á
af lærðum og fróðum mönnum í því efni, eru hvorki berklaveiki
né holdsveiki erfðasjúkdómar, og er óþarfi að færa rök fyrir
því hér. Berklaveiki og holdsveiki eru næmir sjúkdómar, sem
sýkt geta yngri jafnt sem eldri. Hafi konur þessa sjúkdóma, ættu
þær eigi að hafa börn á brjósti, því að af svo náinni samvist,
sem því er samfara, stafar mikil hætta á, að börnin fái veikindin
í sig.
Þessa sjúkdóma, ásamt krabbaveiki einhversstaðar í lífiærum
konunnar, má telja aðalástæður gegn því, að konur hafi börn sín
á brjósti; því vegna eiturverkana krabbaveikinnar á líkama móður-
innar í heild sinni, má slíkt teljast hættulegt fyrir hana.
Það er og óráðlegt, að kona hafi barn á brjósti, ef hún
verður þunguð á þeim tíma, sem barnið er á brjósti, sem lítil lík-
indi eru raunar til; það er ofraun fyrir konuna, því að fóstur og
barn gera hvorttveggja í senn of háar kröfur til hennar. Aðrir
næmir sjúkdómar en þeir tveir áðurtöldu, t. d. taugaveiki og
skarlatssótt, gefa ekki fulla ástæðu til þess, að barnið sé eigi lagt
á brjóst eða svift því, ef það hefur verið á brjósti; þó geta und-
antekningar frá þessu átt sér stað, svo sem ef sjúkdómarnir eru
þungir. Skarlatssótt fær barnið ekki á fyrsta missiri né heldur
taugaveiki.
Franskir og þýzkir barnalæknar virðast hafa nægilega reynslu
til að réttlæta þessa skoðun.1 Pó verður hér að haga sér eftir
atvikum og kringumstæðum í hverju tilfelli, og er það hlutverk
læknisins að skera úr, hvað haganlegast sé í hvert sinn. Hins-
vegar geta fleiri sjúkdómar, en hér hafa verið taldir, gert konuna
1 Danskir barnalæknar mótmæla aftur þessari skoðun (sbr. dr. med. S. Mon-
rad, Paediatriske Forelæsninger og Studier bls. 71).