Eimreiðin - 01.01.1913, Blaðsíða 67
67
Öll góð börn, bæði piltar og stúlkur, sem urðu þess ’arna
vísari, höfðu nú glöggar gætur á sér fyrir óræstinu honum Ást-
huga. En það kom fyrir lítið. Hann hefir haft lag á að gabba
þau hvert af öðru, því að hann er margvís og mesti hrekkjalóm-
ur og einlægt samur og jafn.
Pegar ungu piltarnir ganga heim til sín úr skólanum á dag-
inn, slæst hann oft í för með þeim; er hann þá í piltabúningi
með bækur undir hendinni; bregður þeim ekki vara fyrir því ;
halda þeir þá, að hann sé skólapiltur og gefa sig á tal við hann.
En þegar minst vonum varir, hefir hann örvarnar á lofti og
leggur þá í gegn.
Og þegar ungu stúlkurnar ganga til prestsins á vorin, þá
þvælist hann líka alstaðar fyrir þeim.
Hann gengur ljósum logum og lætur engan í friði.
Hann situr uppi á stóra ljósahjálminum í kirkjunni, og er þá
svo bjartur, að það lýsir af honum; heldur fólkið þá að hann sé
kóngaljós, en það fær að kenna á öðru.
Oft er hann líka á sveimi úti á Melum og uppi við Skóla-
vörðu, einkanlega á kvöldin í rökkrinu.
Ef satt skal segja, þá hefir hann einu sinni sent þeim skeyti,
pabba þínum og mömmu þinni, og hæft þau í hjartað. Pú skalt
spyrja þau að því og vita, hverju þau svara.
Pað er ekki ofsögum sagt um hann Ásthuga, að hann er
vondur strákur, og þú skalt heita því, að eiga aldrei nein mök
við hann.
Það er meira að segja satt, þó ótrúlegt kunni að þykja, að ,
einu sinni ásótti hann líka gömlu konuna, hana ömmu þína, og
veitti henni sáran áverka. En það var nú í gamla daga og er
fullgróið fyrir löngu; en þó man hún það meðan hún lifir, því að
þau sár gleymast aldrei, sem af Ásthuga hljótast.
Pað er sem ég segi: Vondur er Ásthugi.
En nú veiztu deili á honum, ólukku stráknum, enda kann ég
ekki þessa sögu lengri.
5*