Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1913, Blaðsíða 74

Eimreiðin - 01.01.1913, Blaðsíða 74
74 STUDIES IN THE FORNALDARSÖGUR NORÐRLANDA heitir ritgerð, sem kennari við Cornell-háskólann í Ithaca dr. A. Le Roy Andrews hefir ritað í »Mo- dern Philologie« VIII, 4 (apr. 1911) og IX, 3 (jan. 1912) um Hrómundar sögu Gripssonar. Er það alllöng ritgerð, og þó aðeins fyrsti kafiinn. en síðar mun von Á framhaldi um aðrar sögur. V. G. UM FÆÐINGU OG DAUÐA í ÞjÓÐTRÚ ÍSLENDINGA hefir séra Jónas Jónasson ritað fróðlega ritgerð í »Festskrift til H. F. Feilberg fra nordiske Sprog- og Folkemindeforskere paa 80 Aars Dagen den 6. August 1911«, bls. 373 — 389. I því riti er og íjöldi annarra ritgerða um forníslenzk og norræn efni, sem margur fróðleiksþyrstur íslendingur mundi hafa gaman af að kynna sér. Framan við ritið er þar dróttkveðin vísa til H. F. Feilbergs eftir dr. Valtý Guðmundsson. V. G. ANDREAS HEUSLER: ZUM ISLÁNDISCHEN FEHDEWESEN IN DER STURLUNGENZEIT. Aus den Abhandlungen der königl. Preuss. Akademie der Vissenschaften vom Jahre 1912. Berlin 19*2. {*etta rit er einskonar viðbætir eða áframhald af bók próf. Heuslers um refsi- Tétt íslendinga á söguöldinni, sem getið var í Eimr. XVIII, 74—76. í þeirri bók -voru dæmi frá Sturlungaöldinni aðeins tekin til samanburðar, til að varpa ljósi yfir frásagnir í hinum eldri íslendingasögum og afstöðu þeirra til fyrirniæla Vígslóða eða Grágásarlaga. En hér er fullkomin og tæmandi rannsókn á refsirétti íslendinga á 12. og 13. öld, eins og hann birtist í Sturlungasögu, Árons sögu Hjörleifssonar og Hrafns sögu Sveinbjarnarsonar. En dæmi úr hinum eldri Islendingasögum eru hér aftur aðeins nefnd til samanburðar og skýringar. Eins og í fyrri bókinni er jafnan haldið samanburði við fyrirmæli Grágásar, sem nú var búið að skrásetja, og ber þá enn að sama brunni og fyr, að réttarreglur Grágásar eru alloftast alt aðrar en þær, sem birtast í sögunum. En þó er réttarfarið á Sturlungaöldinni í einstöku atriðum talsvert nær fyrirmælum Grágásar, en það var á söguöldinni, svo að Sturlungu ber stundum saman við Grágás, þar sem eldri sögurnar hafa aðrar reglur. En fremur má þó samræmi við Grágás heita undantekning heldur en hitt. fessar rannsóknir próf. Heuslers eru ákaflega mikilsverðar fyrir sögu Islands, og getur enginn, sem við hana vill fást, án þeirra verið. Verður ekki hjá því kom- ist, að líta hér eftir alt öðrum augum á Grágás en hingað til, og játa, að ákvæði hennar muni flest miklu yngri, en menn hafa hingað til ætlað. V. G. r FINNUR JÓNSSON: LÆGEKUNSTEN I DEN NORDISKE OLDITD. Khöfn. 1912. Rit þetta er 1. hefti af »Medicinsk-historiske Smaaskrifter«, sem kennarinn í sögu læknisfræðinnar við Khafnarháskóla, Vilhelm Maar, gefur út. Er þar ágætt yfirlit yfir alt, sem í fornritum vorum finst um sjúkdóma og læknislist. í'ess konar yfirlit var reyndar áður komið út á þýzku eftir Norðmanninn dr. Grön \iAltnordische Heilkunde* í »Janus« 1908), en hefir hér fengið nýjan og betri bún- ing, bæði að því er snertir niðurskipun og réttari skilning á sumu, enda hefir höf. notið aðstoðar þriggja lækna við saminguna, eins dansks (útgefandans dr. V. Maars) og tveggja íslenzkra (læknanna Gísla Brynjólfssonar og Sæmundar Bjarnhéðinssonar), en málfræðisþekkinguna hefir hann sjálfur haft til brunns að bera. Ekki er ólíklegt að íslenzkum læknum verði forvitni á að sjá þetta rit, en ann- -ars mun fleirum þykja gaman og fróðlegt að sjá það. V. G.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.