Eimreiðin - 01.01.1913, Blaðsíða 63
63
Á þinginu var einkum lögð áherzla á, að útvega landssjóðr
auknar tekjur, og voru í því skyni samþykt lög um vöruloll, og
um stofnun á lotteríi, sem átti að gefa landssjóði minst 200,000
kr. árgjald, en sem gat hækkað upp í alt að 450,000 kr. árlega,
ef hepnin var með. En þessi lög mættu mótspyrnu í Danmörku,
og varð hún þess valdandi, að ráðherra lagði þau ekki fyrir
konung til staðfestingar.
Stjórnarskrdrfrumvarpib, sem þingið var kallað saman til'
að ræða, lagði það á hilluna, en samþykti þingsályktun um að
fela ráðherra, að leita hófanna við Dani um ný sambandslög.
Höíðu nokkrir menn úr báðum aðalflokkunum, þingmenn, blaða-
menn og aðrir, þegar um vorið komið sér saman um breytingar-
tillögur við »Uppkast« millilandanefndarinnar frá 1908, sem þeir
álitu líklegar til miðlunar beggja megin hafsins, og voru þær til-
lögur af almenningi kallaðar *brœðingur«. Á alþingi komu þessar
tillögur ekki fram opinberlega, en utanþings voru þær endur-
skoðaðar af 7 manna nefnd, og með því ráðherra hafði svo
mikla trú á þeim, urðu 33 þingmenn á það sáttir, að leyfa hon-
um að hafa þær með í pokahorninu til Danmerkur, og heita þeim
fylgi sínu, ef Danir féllust á þær óbreyttar. En þegar ráðherra
undir árslokin kom heim aftur frá Danmörku, og »bræðingurinn«
var birtur, þótti mörgum hann hafa tekið allmiklum stakkaskiftum
í utanförinni, og ekki til hins betra. Kváðu þeir hann nú orðinn
í meira lagi lýsiskendan, og sumir töluðu jafvel um grútarbragð
og fleira óþvegið. Pað bætti heldur ekki um, að enginn vildi
gangast við faðerni að þessum nýja bræðingskróga. Danastjórn
flýtti sér að lýsa því yfir, að ekki mætti eigna sér hann. Hún
tæki nýja samninga um sambandsmálið pd fyrst til athugunar,
þegar fyrir lægi nýtt sambandslagafrumvarp samþykt af alþingi,
þannig að íslendingar hefðu bundið sig, en hím sjdlf hefði al-
veg óbundnar hendur. Og ekki vildi heldur ráðherra íslands
láta kenna sér krógann, né taka að sér neinar faðernisskyldur við
hann. En reynandi væri að bíða alþingis að sumri, og vita, hvort
þar fyndist enginn »leppur«, sem gangast vildi við faðerninu, þó
allir vissu, að hann ætti ekki eitt bein í króganum.
Par sem feðrum þessa nýja »bræðings«, sem vitanlega eru
þó ráðherra Islands og stjórn Dana, hrýs svo mjög hugur við
honum, að þeir þora ekki að taka hann upp á sína eigin arma?
þá er ekki líklegt, að margir aðrir verði til þess, að veita honum