Eimreiðin - 01.01.1913, Blaðsíða 46
46
tíðar og auk þess var heimsfrægur málari. f’jóðverjar áttu Wagner,
sem bæði var afburða dramatiskt Ijóðskáld og risavaxið tónskáld.
Danir áttu Drachmann og Svíar Wennerberg. Og svona geta sjálfsagt
flestar þjóðir bent á einstök dæmi. Vor á meðal var Gunnsteinn Eyj-
ólfsson eina dæmið í þessa átt. Ef kringumstæðurnar hetðu skapað
honum aldur til að gefa sig eingöngu við fögrum listum og bókment-
um, mundi hann óefað hafa skarað fram úr löndum sínum á fleiri en
einu sviði fagurfræðinnar. Jafnvel eins op högum vorum var háttað
stóð hann fáum samtímis íslendingum að baki í sagnaskáldskap, og
ef til vill að eins einum ( tónsmíðum (composition). En æfi hans var
á annan veg. Aðalbrautin var unnin í baráttu landnemans við óbygðir
og frumskóga þessa lands, — listamannsleiðin var seintekinn, torsóttur
og — vegna stuttrar æfi — endasleppur hliðarstígur, troðinn út frá
þjóðveginum í óþökk flestra eða allra.
Gunnsteinn Eyjólfsson var af gáfuðu bændafólki kominn í báðar
ættir. Og mun hann mikið hafa úr báðum haft. Faðir hans var
Eyjólfur Magnússon, ættaður að ég held úr Borgarfirði eystra, bróðir
Þorsteins bónda, sem enn býr í Höfn þar í sveit. Er mér sagt, að
hann hafi farið einförum í æsku. Var hann djúphygginn, en eigi við
alþýðuskap, launhæðinn og þó lítt þektur þar sem hann var séður.
Tvíkvæntur var hann. Seinni konan, móðir Gunnsteins, heitir Vilborg
Jónsdóttir, Bjarnasonar frá Breiðuvík við Borgarfjörð austur; móðir Vil-
borgar hét f’órunn og var af hinni kynsælu gáfuætt, er kend hefir
verið við Hermann í Firði í Mjóafirði. Hefir faðir minn sagt mér, að
þau hjón, Jón og f’órunn, hafi verið umfram aðra menn að gáfum og
atgjörfi; enda voru börn þeirra öll vel að sér gjör, einkum systurnar,
sem voru eins vel mentaðar og þá tíðkaðist bezt, skarpgreindar, fríðar
og skáldmæltar vel.
f'au Eyjólfur og Vilborg bjuggu að Unaósi í Hjaltastaðaþinghá f
Norðurmúlasýslu, og þar fæddist Gunnsteinn hinn fyrsta dag aprílmán-
aðar 1866. Tíu ára fluttist hann með foreldrum sínum vestur um haf
(vorið 1876), og námu þau land á vesturbakka íslendingafljóts í Nýja-
íslandi, og nefndu að Unalandi. Olst hann þar upp með foreldrum
sínum, unz hann tók bú af þeim, og bjó þar alla æfi síðan. Faðir
hans andaðist þar árið 1907 hálfníræður, en móðir hans lifir þar enn
í hárri elli.
Arið 1888 kvæntist Gunnsteinn ungfrú Guðfinnu Eiríksdóttur, Sig-
urðssonar frá Heiðarseli í Hróarstungu í Fljótsdalshéraði. Lifir hún
mann sinn, og er hin mesta ágætiskona. Áttu þau 9 börn, sem öll
eru á lffi, hið elzta rúmlega tvítugt, en hið yngsta á fyrsta ári, er faðir
þeirra lézt, öll hin mannvænlegustu og greind vel.
Gunnsteinn heitinn var framúrskarandi elju- og ofurkappsmaður til
allrar vinnu, andlegrar og líkamlegrar; hann sat aldrei auðum höndum
um augnabliks bil, og svaf oft lítt um nætur. Er líklegt, að það hafi
átt mikinn þátt í því, að heilsa hans var mjög veil hin síðustu árin.
Ágerðist heilsuleysi hans svo mjög, að hann loks réði af, að leita til
skurðlækna. Fór hann suður til Bandaríkja og lagðist inn á hið fræga
sjúkrahús þeirra Mays-bræðra í Rochester, Minn. og var á honum
gjörður holdskurður við gallsteinsveiki. Andaðist hann þar rúmri viku