Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1913, Page 5

Eimreiðin - 01.01.1913, Page 5
Uppeldi. (Erindi flutt á samkomu 17. des. 1910 til ágóða fyrir uppeldissjóð Thorvaldsens- félagsins). Eftir GUÐM. BJÖRNSSON, landlækni. Ég hefi lofað að tala ura uppeldi barna, en ég er hræddur ura, að það sannist á mér í kveld, að ég er Norðlendingur, og fari líkt og segir í ævagamalli vísu: Reiddu þig upp á Norðlendinginn; hann lofar öllu fögru það er ekki valt; og svíkur svo alt. Pið hafið líklega búist við, að ég, læknirinn, mundi snúa öllu máli mínu að líkamsuppeldi barna. En þar kemur pretturinn: Ég ætla ekki að tala um líkamsuppeldið: það gerði ég annarstaðar ekki alls fyrir löngu; í þetta sinni ætla ég að snúa mér að hinu andlega uppeldi. Menn eru ekki alls kostar ásáttir um það, hversu djúptæk séu áhrif uppeldisins á manneskjurnar. Sumir hafa haldið, að manneskjurnar mundu allar verða eins, ef þær allar fengju öldungis sama uppeldi. En það nær engri átt. Við vitum, að öllum kippir í kynið að einhverju leyti; líkjast sumir fremur í föðurætt, en aðrir sækja meir til móðurinnar; þar að auki er eitthvert nýtt upphaf í hverri manneskju. Sumir eru ættarlaukar, aðrir ættlerar. Það er því óhætt að fullyrða, að engar tvær manneskjur séu alveg eins gerðar á sál og líkama. Kostir manna og lestir fara því eftir þessu tvennu, upplaginu — því sem meðskapað er — og uppeldinu. Uppeldið ræður þó mestu, því að fé er jafnan fóstri líkt. Ef við kæmum börnum okkar í fóstur hjá verstu villimönnum, þá mundu þau verða trylt og siðlaus eins og þeir. Hins vegar verða flest villimanna börn að nýtum manneskjum, ef þau fá gott uppeldi.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.