Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1913, Side 59

Eimreiðin - 01.01.1913, Side 59
59 en fækki, eftir því sem nú er komið högum manna og þjóða á Balkanskaganum. Pað hefir þannig brytt á ósamlyndi milli banda- lagsþjóðanna út af því, hvernig skifta eigi reitum Tyrkja milli þeirra. Pá heimtar og Rúmenía, nyrzta Balkanríkið, sem setið hefir hlut- laust hjá, einhvern bita fyrir sig, og er reiðubúin til að grípa til vopna, til að fá kröfum sínum framgengt. Austurríki og Ítalía, sem hvort um sig hafa mismunandi hagsmuna að gæta í Albaniu (á vesturströnd Balkanskagans), hafa orðið ásátt um afstöðu sína þar, sem getur nokkurnveginn komið þeim báðum jafnt að haldi. Ikiu hafa því — og bandvinur þeirra Pýzkaland líka tekið í sama strenginn — risið öndverð fyrst gegn kröfum Serba og Grikkja um að skifta Albaníu á milli sín, og heimtað, að hún yrði gerð að sjálfstæðu ríki, og því næst gegn kröfum Serba um að fá þó að minsta kosti höfn á ströndum Albaníu til sinna umráða, sem þeim er harla mikil nauðsyn á. Á Rússlandi var mikill almenn- ingsvilji fyrir því, að halda uppi vörnum fyrir kröfum hinnar slafnesku frændþjóðar sinnar, Serbanna, og gat þá svo farið, að Rússum (og þá líka bandalagsþjóðum þeirra: Frökkum og Eng- lendingum) lenti saman við Austurríkismenn og Ungverja (og þá einnig |við bandamenn þeirra: Pjóðverja og ítali). Petta ástand hefir nú um tveggja mánaða skeið komið allri Evrópu til að leika á reiðiskjálfi, og óttinn fyrir almennum ófriði legið eins og mar- tröð á hugum manna. Og því fer mjög fjarri, að sá ótti sé um garð genginn, þótt sendikerrafundurinn í Lundúnum hafi gert uppskátt, að öll stórveldi Norðurálfunnar séu sammála um að gera Albaníu að sjálfstæðu ríki, og líka á einu máli um það, hvernig ráða eigi fram úr hafnarkröfum Serba. Um Marokkó-mdlin hafa Frakkar og Spánverjar verið að þvæla í marga mánuði, unz þeim loks tókst að finna viðunanleg- an meðalveg milli hagsmuna sinna, svo að Marokkósamningur- inn varð undirritaður í París 27. nóvember, hálfum mánuði eftir að forsætisráðherra Spánverja, Canalejas, hafði verið myrtur á götunni í Madríð. Að soldán þeirra Marokkóbúa heitir nú ekki lengur Muley Hafid, heldur (frá því í ágúst) Muley Jussuf, eru smámunir einir, sem engu skifta, með því að ríkið Marokkó er nú ekki framar til nemci d pappírnum. í Austur-Asíu hafa gerst tíðindi, sem margt getur af leitt og «nginn fær séð fyrir endann á. Pegar í byrjun ársins 1912 varð kínverska stjórnarbyltingin ofan á, og í febrúar kom út keisara-

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.