Eimreiðin - 01.01.1915, Qupperneq 10
IO
Hegningariögin.
Eins og allir vita, mynda einstaklingar hverrar siðaðrar þjóð-
ar eitt allsherjarsamband sín á milli, sem kallað er þjóðfélag.
Þjóðfélagið setur meðlimum sínum svo reglur, sem hver og einn
skuli skyldur að fylgja. Reglur þessar eru kallaðar lög, og ern
þau mikil og margvísleg. Brjóti einhver lögin, í nokkru verulegu
atriði, verða fyrir honum önnur lög, nokkurskonar lög á lög of-
an, og kallast þau kegm'ngar/ög. Og þau eru það, sem hér
verða tekin til umræðu, og þó að eins í nokkrum atriðum.
Hvernig er þá hegningarlögunum háttað!
Tökum dæmi: Setjum, að ég verði sönn að því, að hafa
tekið peninga eða eitthvað annað fjármætt frá öðrum manni.
Hvað er þá gert við mig? Eg er sett í varðhald um lengri eða
skemmri tíma, eftir því sem lagavaldinum virðist rétt vera, og
við varðhaldsvistina missi ég það, sem kallað er œra og
mannorc).
Tökum annað dæmi: Setjum, að ég verði sönn að því, að
hafa vísvitandi orðið öðrum manni að bana. Hvað er þá gert
við mig? Ég er fyrst sett í fangelsi og síðan dæmd til lífláts.
Að þeim dómi hefir ekki verið fullnægt hér á landi á síðustu
tímum, heldur breytt í æfilanga varðhaldsvist, með konungsúr-
skurði, kemur ekki málinu við. Dómurinn er til í lögunum, og
um þau er verið að tala. Enda aldrei hægt að segja fyrirfram,
hvort konungur muni náða eða ekki.
Hver er nú tilgangur þjóðfélagsins með hegningarlögunum?
Gerum ráð fyrir því bezta, sem hér mun vera um að ræða.
Segjum, að tilgangurinn sé í fyrsta lagi sá: að bæla niður
prjózkuna í brotlegum einstakling pjóðfélagsins, svo að hann
finni, að hann hafi rangt gert, og bœti pví rdð sitt, og í öðru
lagi: að hræða aðra frd pví, að fylgja dæmi hans. Gerum
ráð fyrir, að þetta sé tilgangurinn, og ef til vill miklu fleira, sem
hér skal ekki talið upp. En eru þá nokkrar líkur fyrir því, að
þjóðfélaginu takist að ná þessum tilgangi sínum, hvað þá heldur
meira, er til góðs mætti verða?
Tökum þá fyrst fyrra atriðið í tilganginum.