Eimreiðin - 01.01.1915, Qupperneq 12
12
oft herða á framkvæmd brotsins, að svo mikið er í
hættu.
Og þó unt væri að benda á einhvern mann, sem léti vera
að drýgja glæp, ekki af réttlætistilfinningu, heldur af hræðslu við
hegninguna og þrælsótta, þá er það engin bót.
En við vitum, bæði af dæmi okkar þjóðar og annarra, að því
strangari sem hegningarlögin eru, því meira er um lagabrotin.
fess vegna er ekki unt að sjá, að neitt sé nnnfi) með hegning-
araðferðinni, eins og hún nú er.
En er þá nokkuð mist við hana?
Enginn efi er á því, að skaða þann, ill áhrif og þjáningan
sem af þessari hegningaraðferð leiðir, er engum manni unt að
meta. Benda má þó á nokkur atriði, sem öllum mönnum eru
auðsæ.
í fyrsta lagi er skaðinn. Ungir menn, konur og karlar, eru
teknir frá störfum lífsins, eða þá á meðan þeir eru að leita sér
að lífsstarfi, og hneptir í varðhald, oft fyrir smávægileg brot,
eins og t. d. ef atvinnulaus, klæðlaus og hungraður maður stelur
mat eða flík, eða þá brot, sem ennþá meiri efi leikur á, hvernig
með skuli fara, t. d. eins og þegar náskyldir eiga barn saman.
Oftast nær mun nú líf þeirra manna, sem einu sinni hafa í varð-
haldi setið, vera skemt í rót niður, og fyrir mannlegum sjónum,
ekki þeim sjálfum til gagns, og því síður þjóðfélaginu.
Vel gat þó verið, að þeir annars hefðu orðið þjóðfélaginu til
gagns og hagnaðar, þegar fram í hefði sótt.
Hér er því að ræða um óbeinan, en jafnframt vissan, skaða
fyrir þjóðfélagið.
I öðru lagi: Ejóðfélagið heldur uppi stofnun, fangelsinu,
betrunarhúsinu, sem miklar líkur eru til, að geri meira ilt en gott,
eins og það er nú. Og lítill efi leikur á því, að betur mundi því
fé, er til þess er lagt, vera á glæ kastað.
Hér er því um að ræða bæði beinan og óbeinan fjármissi,
sem engum er unt að mæla.
Þá eru illu dhrifin.
Um áhrifin á þá, sem fyrir hegningunni verða, er búið að
tala áður. En illu áhrifin ná lengra, ekki sízt þegar um stórmál
er að ræða. Haturs- og hefndar-hugsunum er þeytt fram í efstu
afdali og yztu annes landsins, inn í hvern krók og kyma hýbýl-
anna, og hvert mannshjarta. Slíkur hugsanaoþverri mundi ekki