Eimreiðin - 01.01.1915, Síða 20
20
og fegurð. Söngmenn ættu að syngja fyrir þá, og væri einhver
með sérstökum söngs- eða hljóðfæraleiks-hæfileikum, ætti að
hjálpa honum til að þroska þá. Og umfram alt annað: svo full-
komið samræmi, sem unt væri, yrði að spegla sig í framkomu
hvers þess manns, er kæmi þar inn fyrir húsdyr, til að fræða
eða vinna. Engin fyrirlitning eða beint tal um afbrot hvers eins.
nema hann sjálfur byrjaði umtalið. Engar aumkvanir eða eymd-
ar- og syndasónn, heldur hughreystingarorð, látlaust gleðibragð
og tiltrú.
Pegar menn svo kæmu út úr fangelsinu, ætti að hjálpa þeim
til að fá holla, arðberandi atvinnu. Bréfaviðskifti ættu þeir að
hafa við stjórnarvöld fangelsisins, eftir að þeir væru farnir. Eng-
an rétt skyldu þeir missa við fangelsisveruna, og mannorð þeirra
skyldi vera óflekkað. Bryti svo einhver aftur, skyldi honum tek-
ið með sama umburðarlyndinu og áður.
Eg held, að menn fremji glæpi aðallega af fjórum á-
stæðum.
I fyrsta lagi: af glæpahneigð, annaðhvort langvarandi, eða þá
hneigð, sem grípur þá alt í einu. Peir þurfa því hjálpar við, til
að berja niður ástríðu sína.
I öðru lagi: ekki af glæpahneigð, heldur af andlegri þreytu
og ofreynslu, sem deyfir hugi manna, svo þeir leiðast smátt
og smátt út í glæpinn. Beir þurfa því hvíld og andlega hress-
ingu.
I þriðja lagi: af meðfæddum skynsemisskorti og sljóleika
fyrir því, hvað rétt sé og hvað rangt. Peir þurfa því kenslu eins
og börn.
í fjórða lagi: ekki af neinum þeim ástæðum, sem hér hafa
verið taldar, heldur af þrjózku við lögin og hatri til þjóðfélags-
ins. En sú ástæða mundi að miklu leyti falla um sjálfa sig við
umbætur hegningaraðferðarinnar.
En gæti nú komið til mála að hugsa sér, að væri hegningar-
aðferðinni þannig gerbreytt, þá yrðu fleiri lagabrotin? Eins og ég
hefi tekið fram hér að framan, er ég á þeirri skoðun, að svo
yrði naumast. Við vitum vel, að öll mótstaða eflir orkuna; á-
hættan eykur hneigðina. En mótstaðan og áhættan væri að
mestu leyti horfin, væru þessar umbætur gerðar.
En ef nú svo vildi til, að einhver maður bryti lögin fremur
vegna þess, að hegningin væri mýkri, þá væri sá maður stór-