Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1915, Page 22

Eimreiðin - 01.01.1915, Page 22
22 svo við hverja jurt, sem kyrkingur kemur í, hvort sem hann er mikill eða lítill; og árangurinn verður altaf hinn sami. Ekki altaf iafnauðfenginn, en undantekningarlaust hinn sami á endan- um. Garður minn verður þéttvaxinn og skellulaus, hreinn og blómríkur. Eg er þá góður garðyrkiumaður og hefi fögnuð af starfi mínu. Petta er líking hegningaraðferðar þjóðfélagsins, eins og hún ætti að vera, og eins og gert er ráð fyrir hér að framan. Já, kynni nú einhver að segja, þetta er nú bara líking; hér er verið að tala um jurtir, en ekki menn. Víst er svo. En hvað erum við mennirnir? Erum við ekki nokkurskonar jurtir, allir runnir af sömu rót, en ójafnt þroskaðir, og þess vegna ekki allir með jafnauðsæjum vaxtarskilyrðum, hreinleikahneigð og uppþrá? Erum við ekki samferðamenn, sem allir hafa heitið ferðinni upp á sama háa fjallið? Ekki allir jafnreyndir fjallgöngu menn, og því ekki allir jafnfótvissir. Mundi það nú ekki tefja fyrir för okkar, að vera að eltast við hvern félaga okkar, sem kynni að hrasa, til þess að sparka í hann? Við getum svo ekki, hvort sem er, gert hvorttveggja í einu: haldið sjálf áfram ferðinni, og sparkað í félaga okkar. Er þá ekki bezt, að beygja sig niður að félaga sínum, reisa hann á fætur og styðja hann, meðan hann er að ná sér svo eftir fallið, að hann geti gengið óstuddur, og halda svo áfram ferðinni, eins og ekkert hafi í skorist. Mundi ekki fjallgangan þá fyrst fara að ganga greiðlega, hjalla af hjalla, og brún af brún, upp í hreinna og hreinna andrúmsloft, meira sólskin og frjálsara víðsýni, unz við finnum, að við erum komin inn í »nóttlausa voraldar veröld, þars víðsýnið skín«. Pað held ég. Og það er föst sannfæring mín, að með gerbreytingu hegn- ingaraðferðarinnar stigi þjóðfélag okkar eitt hið allra nauðsynleg- asta spor í áttina til þess, að á milli hinnar hásæjustu hugsjónar, dýpsta skilnings, og jafnt hins minsta sem hins mesta verks, geti myndast fullkomið samræmi. Og einmitt það, held ég, að sé fyrsta skilyrðið til þess, að þjóðfélagið geti vaxið og lyfst hærra og hærra í mildi,

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.