Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1915, Page 23

Eimreiðin - 01.01.1915, Page 23
23 fegurð og hreinleik, og líf þess í heild sinni orðið hrukkulaust listaverk. í okt. 1914. MARÍA JÓHANNS. * * ' * Aths. f’ó að EIMR. frá sínu sjónarmiði hafi ýmislegt að athuga við þessa grein, hefir hún þó álitið réttast að ljá henni rúm mótmæla- laust, svo þær hugmyndir, sem hún flytur, fái betur notið sín, og les- endurnir geti því óháðari sjálfir dæmt um þær tillögur, er vænta má, að kvennþjóðin fari nú að koma fram með, þegar hún er búin að fá pólitískan kosningarrétt og kjörgengi, og getur því farið að taka öfl- ugan þátt í löggjöf landsins — já, meira að segja orðið algerlega ráð- andi í henni, ef hún vill beita sér, þar sem hún er í algerðum meiri- hluta í landinu. Annars er aðalhugmyndin í ritgerðinni sú sama og mjög er farið að bera á víða i útlöndum, að refsiráðstafanir eigi ekki að miða til hefnda, heldur til að bæta mennina, enda það líka áður viður- kent, eins og t. d. nafnið betrunarhús sýnir, þótt þau fangelsi, sem svo eru nefnd, hafi hingað til þótt kafna undir nafni og vera lítt lag- in til að gera menn betri en áður. Að sú skoðun eigi sér líka full- trúa meðal karlþjóðarinnar, má og sjá af nýútkominni kvæðabók eftir eitt af yngstu skáldum vorum, og prentum vér hér á eftir eitt kvæði úr henni því til sönnunar. RITSTJ. Hann stal. Hann fékk ekki vinnu, en vantaði brauð; hann veiklaðist, fölnaði af skorti og nauð. En skyldan kallaði: Komdu með björg, því konan er sjúk og börnin mörg. — Þá fór hann eitt koldimt kveld með mal og krónuvirði af mjöli stal.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.