Eimreiðin - 01.01.1915, Síða 25
25
Og lögreglan elti oft þann hal,
en árangurslaust, — hann smaug og stal.
JAKOB THÓRARENSEN.
Dróttkvæður háttur.
Þetta er dróttkvæður háttur rétt kvedinn, og er ýmist eign-
að Kormáki eða Gunnlaugi ormstungu:
*Rrú.-mdn\ skein *\)rúna
**brims af ljósum himni
*Hrzstar, *hörvi giœstrar,
**hauk-fránn á mik lauka.
En *sá geisl'\ *sýy/ir
**Síðan gullmens Fríðar
*hvarma tiíngls ok *hringa
**Hlínar óþurft mína.
Dróttkvæður háttur á að vera 48 samstöfur (atkvæði), og
eru 6 í hverju vísuorði; en vísuorð heitir hver einstök braglína.
Að því er kveðandi (rímið) snertir, eiga tvö og tvö vísuorð ætíð
saman, eða hver fjórðungur vísu, og binda þau saman hljóistafir
eða ljóðstafir (rímstafir); en hljóðstafir þessir geta ýmist verið
samhljóðendur eða raddstafir (t. d. b eða 0). í hverjum tveim
vísuorðum eru 3 slíkir rímstafir, og eru tveir af þeim settir í
fyrra vísuorðið, en einn í hið slðara. Edda segir, að þessir
hljóðstafir standi ætíð »fyrir samstöfun« (o: fremstir í þeim at-
kvæðum, er þeir standa í). Ear sem þessir stafir eru tveir í
vísuorði (í oddatölu þeirra), heita þeir stuólar, en h'ófubsta/ur
heitir hann, þar sem hann stendur einn (í jafnatölu vísuorðanna,
2., 4., 6. og 8. vísuorði). Ef stuðlar eru samhljóðendur, hlýtur
höfuðstafur að vera það líka. Annars kæmi ekkert rím. í vísu