Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1915, Page 26

Eimreiðin - 01.01.1915, Page 26
26 þeirri, sem hér var tilfærð, eru hljóðstafirnir prentaðir með feitu letri og »stuðlastafirnirc merktir með stjörnu framan við stafinn, en shöfuðstafurinnc með tvístirni. Hljóðstafurinn er því b í fyrsta fjórðung vísunnar, h í öðrum, s í þriðja, og h í fjórða, og koma fram í þessum samstöfum: brd—brún—brim, hrist— hor—hauk, sd—sýsl—síð, hvarm—hring—Hlín. þá er útrætt um hljóðstafina; en svo koma hendingar, og eru það þær tvær samstöfur í hverju vísuorði, er mest Hkjast hvor annarri að hljóði. Hendingar heita ýmsum nöfnum. Áöal- hendingar heita þær hendingar, sem hafa sömu raddstafi á und- an sömu samhljóðendum, svo sem brim—him, hatik—lauk, síð—Fríð, Hlín—mín (og eru þær prentaðar með gleiðletri í vísunni). Séu raddstafirnir eigi hinir sömu, heita það skot- hendingar, svo sem mdn—brún, Hrist—glcest, geist—sýsl, tung—hring (og eru þær prentaðar með skáletri í vísunni). í dróttkvæðum hætti á skothending að vera í i., 3., 5. og 7. vísuorði, en aðalhending í 2., 4., 6. og 8. ?ó er undantekning frá þessu sú, að aðalhendingar mega vera í fleirum en fjórum vísuorðum í erindi (jafnvel tómar aðalhendur heil vísa); en hitt má taka skarpt fram, að skothendur mega aldrei vera víðar en í fjórum vísuorðum í heilli vísu, og þá fylgja eftir oddatölu vísu- orðanna. f*á eru og hendingar nefndar ýmsum nöfnum, auk þess sem þær æfinlega heita skothendingar eða aðalhendingar. Ef hending byrjar vísuorð, heitir hún oddhending, svo sem brim, Hrist, hauk; en byrji hún eigi vísuorð, heitir hún hluthending, svo sem mdn. geisl, tungl. Auk þessa er hin fyrri hending í hverju vísuorði oft nefnd frumhending, en hin síðari þá viðurhending. Reyndar gera öll þessi nöfn eigi annað en villa fyrir, þegar maður les Eddu, og skiftir mestu máli að þekkja skothendingar og aðalhendingar; en þó er gott að vita nöfnin, að þau séu til. Pá er útrætt um hendingar. En svo kemur hljóðpunginn, ef svo mætti að orði kveða, eða það, hvort samstöfur eru langar eða stuttar eftir fornri hljóðlengd. Hljóðþungi er ekki sama sem áherzla, þó hvorttveggja geti farið saman, og skal nú mismunurinn á þessu útskýrður með dæmi. Orðið fdr er löng samstafa, en far stutt, og hafa þó báðar áherzlu; löng er hver sú samstafa, er hefir í sér breiðan raddstaf eða tvíhljóð (á, é, í, ó, ú, ý, æ, au, ei, ey), þ. e. hún er löng að eðli (natura), og

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.