Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1915, Page 29

Eimreiðin - 01.01.1915, Page 29
29 er líður ein sól í vestur-voga, þöglan ganga til þinnar hvílu, minnast íslands og mín. Standa drangar við djúplygnan mar, sólbliki roðnir síð og snemma, þar sem ung ástir Er hann kominn yfir hafið? austansvalann spyr ég hnipin. Lékstu við hans lokka fagra, ljúfur þeyr, yfir bylgjuskauti? Leit hann augum yndisbláum inn til minna grænu dala? Par sem vissi hann vonir mínar vængbrotnar f duftið falla. og eiða sórum — minnir þess Oddnýju æ. Kom þú, áður haukar hafa numið álft þína unga, yndi og söng! Hrynja munu heitar hvarma-daggir, ef þú Eykyndils ástum gleymir. Segðu honum, austanandi, að ég hafi grátið sáran, svana-vængi vona minna vökvað tárum munarheitum; lagt þá brotna að barmi vorsins, byrgt með rósum yfir leiðið, minnisrósum mjallahvítum — meðan hann dvaldi að Ránarbaki. Heiðar um stjörnu-hæðir hugur minn beinir flugi, Freyju líkur er flogið fékk, svo að létti ekka. Veit ég vart þó að rati von mín að landi þínu, ást mín ei yndi festir annarstaðar, — það fann ég. IV. Ann ég þér, endurminning, ein veiztu rætur meina. Tak nug á væng, er vekur vonaslit harm í barmi. Alein þú átt og skilur yndi grátblíðra mynda, hrygð og hugarþrá tveggja heimur þinn ljúfur geymir. Nú líða ljúfir vindar í leik um haf og strönd, V. og blærinn bárur myndar, sem berast út í lönd.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.