Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1915, Side 30

Eimreiðin - 01.01.1915, Side 30
 30 Svo langt, sem augað eygir, er órótt sævarskaut. Pú, hafguð, hug minn teygir með hrönnum hvikum braut. fið fögru fjarðardætur, með fannhvít ennisbönd og hindar-fráa fætur, þið flýið mína strönd og svífið suður hafið, með söng og þys og dans, og breiðið bjarta trafið að brjóstum fósturlands. Eg veit þið gistið voginn, sem vefst að ströndum hám, með stöfuð stjörnulogin í stiltum fleti blám. Par inst við lygna ósa mun ykkur hvíldin blíð und námsal norðurljósa í nætur kyrðar-tíð. Eg lifði ljósar stundir, sem líða ei úr hug, þeim hamra-hlíðum undir við hafsins öldubug. Eg þreyi staðinn þráfalt, sem þig mér, hetja, gaf; ég man það enn og ávalt, þó okkur skilji haf. Hið dýpsta haf, sem dynur, mig dró úr faðmi þér, og augað, æskuvinur, þig aldrei framar sér. Pví horfi ég á hafið, með hjartað þungt af sorg, þá hrönn, með hvíta trafið, fer heim að þinni borg. HULDA. t „Ur sögu íslenzkra búninga.“ Svo heitir ritgerð eftir dr. Valtý Guðmundsson í »Afmælis- riti til dr. phil. Kr. Kálunds« (á sjötugsáraafmæli hans 19. ág. 1914), er »Hið íslenzka Fræðafélag í Kaupmannahöfn« hefir út gefið, og er sú ritgerð á bls. 66—87 í því riti. Hún er prýðilega samin, einkar fróðleg og skýr og skemtileg, og fylgja lesmálinu sex vel valaar myndir; er ekki um annað rætt en brækur og hosur — »í þetta sinn«, segir höfundur, og má ráða af því, að hann ætli sér smámsaman að lýsa öllum flíkum

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.