Eimreiðin - 01.01.1915, Side 37
37
3- Staða hvers eins á heimilinu; þó er í sumum sýslunum ekki
neitt sett við börn eða foreldra húsbændanna.
4. í sumum sýslunum er nákvæmlega tekið fram um heilsufar
manna, og í flestum — eða öllum — sýslunum þess getið,
að því er virðist, ef maður er holdsveikur, >sár« eða »spe-
dalsk«, sem það er kallað víðast hvar, eða ófær til vinnu
sökum veikinda. Séu menn mállausir, heyrnarlausir, blindir
eða í kör, er þess getið.
5. Víða er þess getið, er menn kunna sérstaka iðn, eða eru
lærdómsmenn, t. d. »smiður á járn og kopar«, »saumar«,
»slær vef«, »studiosus«.
6. Allir ómagar eru sér í flokki, og venjulegast taldir upp í einu
lagi, á eftir öðrum íbúum hreppsins. Én sumstaðar, t. d. í
Skagafirði, er þessum ómögum skift í flokka, og eru þá
flokkarnir þessir:
a. ómagar, sem settir eru niður á bæi í sveitinni;
b. ómagar, er fara um sveitina;
c. ómagar, sem eru kostaðir af hreppunum í sambandi við
aðra hreppa;
d. ómagar, er fara um.
Afleiðing af þessari sundurliðun á ómögunum er sú, að ó-
magar, sem eru í c-flokki, eru oft, sem eðlilegt er, tvítaldir,
og eitis er um rf-flokkinn, landshornaflækinga, er hvergi eiga
heima. Og loks er
7. Skrá yfir alla, er voru staddir í sveitinni aðfaranótt manntals-
dagsins sjálfs — laugardagsnóttina næstu fyrir páska, en þá
er manntalið víðast tekið.
í Skýrslum um landshagi á íslandi I, 2 og iB og II, 60 er
getið um þetta manntal, og skýrt frá því.
Væntanlega verður þess ekki langt að bíða, úr því nú er
komin á fót hagstofa, sem nauðsyn bar til, að skýrslur þessar
verði rannsakaðar, enda ber nauðsyn til þess, ef vér íslendingar
eigum vel að þekkja landið; og það er fjölmargt, sem enn er
óunnið úr skýrslunum, auk þess er segja má með réttu, að þær
séu að öllu leyti óunnar enn. Og ættfræðingar græða mjög mik-
ið af fróðleik á manntalinu.
Samhliða þessum skýrslum um mannfjöldann létu þeir Árni
og Páll líka taka skýrslur um búfjáreign landsmanna, og eru
þær skýrslur líka geymdar í Ríkisskjalasafninu. Pær skýrslur éru