Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1915, Page 41

Eimreiðin - 01.01.1915, Page 41
4i Við skýrsluna um fólksfjöldann í Rvík er fátt að athuga. Eftir manntalinu hefði mátt gera þá skýrslu enn nákvæmari um aldur og stöðu íbúanna. I fyrsta dálkinum eru heimilisfeður og vandamenn þeirra (börn og foreldrar), vinnufólk, lausamenn og húsfólk. í öðrum dálki eru þeir, er hafa styrk af sveitarsjóði að meira eða minna leyti, og eru ómagar á hlutaðeigandi bæjum. Landshornaómagar eða farandómagar eru ekki taldir. Og það, sem alla hlýtur að furða mest, er líta á manntalið, er hinn mikli fátæklingafjöldi, hvar sem er á landinu; og hvergi hefir orðið eins mikil og stórfeld breyting, sem í því efni. I Rvík er þannig fjórði hver maður, er nýtur sveitarstyrks árið 1703, og hvar sem er á landinu, er ómagafjöldinn afskaplega mikill. Lauslega hefi ég kastað tölu á ómagana í nokkrum sýslum 1703. I Rangár- vallasýslu teljast mér þá 782, eða rúmlega 5. hver maður. I Skagafirði aftur að eins um 340, eða um 9. hver maður, og í Dalasýslu 185, ekki 10. hver maður. Og þessir ómagar eru á öllum aldri. Ómagarnir í Rvík 1703 skiftast þannig í flokka eftir aldri og kyni: karlkyns kvennkyns Alls Innan 5 ára I » I 5—10 ára 3 2 5 10—15 ára 6 4 10 O 1 ID ára 6 6 12 20—25 ára 3 3 6 25—30 ára 2 I 3 30—35 ára I I O ■3- 1 LA ro ára , » I 1 10 1 O ára » 3 3 45—50 ára 4 4 50-55 ára 2 I 3 55-60 ára I » I 60—65 ára » 3 3 Samtals.. . 24 29 53 Þessar ómagaskýrslur eru ef til vill bezt talandi vott- urinn um fátækt og aumingjaskap landsmanna um þessar mundir, og hve stór og brýn þörf var á nefnd þeirri, er skipuð var, til að athuga ástand landsins og gera tillögur til framfara og umbóta. Og því fer betur, ; að þessar tölur hafa

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.