Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1915, Síða 45

Eimreiðin - 01.01.1915, Síða 45
45 Petta manntal er nafnalaust, eins og manntalið 1769, og af »Skýrslum um landshagi á lslandi« lítur út fyrir, að þetta mann- tal hafi ekki verið notað, eða þá mjög lítið. En þar er og afarnákvæm skýrsla um alla skepnueign landsmanna 1785.1) En þessar skýrslur munu heldur ekki hafa verið notfærðar til hlítar; en frá þessum árum eru hinsvegar til prentaðar búnaðarskýrslur.2) Næst þessu manntali kemur manntalið i. febr. 1801, og pá fyrst fer fravi manntal i Danmörku méb nöfnum, og þetta mann- tal er ófullkomnara en manntalið 1703. Samkvæmt þessu verður mannfjöldi á íslandi svo: Suðuramtið Vesturamtið Norður- og Austuramtið Alls 1703 18728 15774 15942 50444 151» 1769 17150 13596 15455 462O1 1785 15049 12447 13127 40623 x/a 1801 17160 13976 16104 4724O Manntalið 1785 ber með sér, að drepsóttir geisuðu þau ár yfir ísland og drápu fjölda fólks; fólkið féll í hrönnum úr »hor«, »vesöld«, »megurð« og »hungri«, eins og það heitir í kirkjubók- unum. Pegar þessir hörðu vetrar skullu yfir ísland, hefir mann- fjöldinn verið orðinn ein 52 þúsund manns, svo yíir 10 þúsund manna hafa dáið úr vesöld og armóð, mestmegnis á hallærisár- unum. Og þegar skýrslur eru til fulls ratinsakaðar, þá bregða þær skýrri og ljósri birtu á 18. öldina. Hér er að eins örlítið brot úr skýrslum þessum, og sérstaklega gerð grein fyrir því, hvar hvað eina er að finna, með því að manntöl þessi liafa verið hulinn fjársjóður, er fáir eða engir hafa um vitað. Eimreiðin vildi gera sitt til, að þeir, er þessi fræði stunda, vissu, hvar þessir fjársjóðir væru niður komnir, svo þeir geti með þeim lýst upp ýms atriði í sögu landsins. Og vonandi verður þess ekki langt að bíða, að x) Dálkarnir þar eru: trippi; hestar i, 2, 3 vetra, hryssur 1, 2, 3 vetra, hryssur 4—12 vetra (hvert ár fyrir sig), graðfolar sömuleiðis, hestar (1. dálkur), kýr og naut, hvert fyrir sig, 1 — 8 vetra (hvert ár fyrir sig), kálfar, yxni, lömb, hrútar, ær og sauðir (hvert fyrir sig eftir aldri), 1—6 vetra. *) »Skýrslur um landshagi á íslandi« II, 91—141.

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.