Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1915, Qupperneq 54

Eimreiðin - 01.01.1915, Qupperneq 54
54 vissu, að hann hafði verið óþarflega orðhvass í garð stiftsyfir- valdanna og annarra klerka og látið margt og margt annað til sín taka. Hann hafði verið stórorður og skömmóttur, og ekkert, sem honum var í nöp við, fengið stundarfrið fyrir honum. Petta töldu margir aðal-afsetningarorsökina. Hann hafði þá ekki verið drykkfeldari en sumir prestar aðrir. Pví munaði mest, að þegar hann var kendur, varð hann enn þá ófyrirleitnari. Sjálfur sagðist hann hafa verið settur af fyrir það, að segja sannleikann. Hann kallaði sig píslarvott sannleikans. Hvernig sem alt var, hafði hann verið settur af. Um það lék aldrei á tveim tungum. Fríkirkjusöfnuður, sem hann þá stofnaði, hafði aldrei fengið konunglega staðfestingu, og lognast út af, og séra Keli flæktist um landið brauðlaus. Honum varð víða vel til. Mörgum var fremur hlýtt til hans, og margir vildu reyna að nota sér hina ágætu starfshæfileika hans og létu hann hafa atvinnu. En alt endaði á einn veg. Lund hans var svo beisk og óstjórnleg, að enginn maður fékk til lengdar við hann tjónkað. Við það bættist, að drykkjufýsnin ágerðist. Eitt sinn hafði hann leitað sinni sjúku sál hvíldar með því, að ganga í Hjálpræðisherinn. Pað hafði líka endað með skelf- ingu. Hernum hafði reynst ofvaxið að »bjarga« honum, eins og öllum öðrum. Hann hafði haldið þrumandi ræður á samkomum hersins, og ætíð verið troðfult í kringum hann. Herinn græddi stórfé á honum, því að þegar hann talaði, voru menn ósparir á, að láta aura drjúpa í samskotahúfurnar, sem bornar voru um meðal áhorfendanna. En hann gat ekki lagt niður að drekka, ekki einu sinni í »hernum«. Og svo fór hann að snúast á móti hernum á hans eigin samkomum, og taka honum ósvikið tak, svo að allir heyrðu. fá hafði hann fylt mæli synda sinna og »herinn« rak hann á dyr. Þegar hann var laus undan heraganum, drakk hann dag og nótt, unz hann fékk krampa. Eftir það hætti honum altaf við honum. Og nú skaut honum alt í einu upp þarna á prestafundinum. Ókyrðin, sem á menn kom, þegar þeir vissu af honum í fundarsalnum, stafaði eingöngu af grun um það, að hann mundi ekki geta haldið sér í skefjum, og ef til vill hlytust af honum vandræði.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.