Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1915, Síða 72

Eimreiðin - 01.01.1915, Síða 72
7 2 og ranglátra. Miklu lengri og ýtarlegri er lýsingin á helvítiskvölum og dapurri æfi sekra syndara en himnaríkissælu helgra manna, og tekur hún yfir meginhluta bókarinnar. Fyrst sér telpan ýmsar kynjasýnir og ófreskjur. En öll þessi skrímsl eru mannlegar syndir, glöp og glæpir, er sæta hér refsingum og dómi. Á eftir hverri sýn koma skýringar á, hvað hún tákni. Bókin er sannkallað »syndaregistur«. En hér eru engar nákvæmar sálarlýsingar. Höf. lvsir vexti og framþróun synda og siðlegra meina ekki að neinu. Hann stundar að því leyti ekki djúpsettan skáldskap. Hann sýnir allrasnöggvast ormana, sem naga Yggdrasil mannlífsins, en hann fræðir oss ekki um skapnað þeirra. En flestum mun finnast til um fjölda þeirra og furðulega margbreytni. »í Helheimi« eru áminningarorð spámannlega vaxinnar skáldgáfu til gálausrar samtíðar, þungur refsidómur mjög hugsandi siðavandlætara yfir léttúðarlíferni, grimd, hégómaskap og síngirni kynslóðanna. En að baki þessum reiðilestri vakir trúin á göfgari breytni og betri dögum mannkyninu til handa. í kvæðislok bregður skáldið sér á uppvega til sælubústaða réttlátra og góðra. Er sá ljóðkafli sólarljóð til kristilegs mannkærleika og hjálpfýsi. Flytur skáldið þar kenningar fjallræðunnar í lýsingum á þeim góðverkum, er veittu réttlátum og miskunnsömum inngöngu í guðsríki. Fagnar lesandinn slíku sólskini og hlýju eftir öll harðindin og kuldana, sem hann 'hefir áður séð og reynt í »Hel- heimum«. það fer varla hjá því, að bók þessi öðlist alþýðuhylli hér á landi, og hún á það skilið. f’ar er margt kjarnyrt erindið, sem sjálfkjörið er til að komast á almennings varir. Sennilega ná skýring- arnar á vitrununum meiri hylli en sýnimar sjálfar, sem meiri skáld- skapur er í. Á sumum skýringum orkar og tvímælis um skáldskap- inn, þótt margar séu skáldleg spakmæli. Frumlegar kenningar flytur bókin ekki. En mörgum mun fara, eins og skáldið segir um árang- urinn af ferð telpunnar um löndin fyrir handa,n gröf og dauða, að þeir sjá »óhugsaða hluti«, ef þeir lesa hana með umhugsun og at- hyglt- Bjarni frá Vogi á miklar þakkir skilið fyrir þýðinguna. Hann er bókmentum vorum, tungu og anda hinn þarfasti með þýðingum sínum og á margskilinn þann styrk til ritstarfa, er síðasta alþingi veitti honum. Sigurbur Gubmundsson. Í’JÓÐMENJASAFN ÍSLANDS, leiðarvísir eftir Matthías Pórbarson, forstöðum. safnsins. Kostnaðarm. Jóh. Jóhannesson. Rvík 1914. 114 bls. Með 15 myndum. (Verð 1 Kr.) það hefir lengi verið þeim til baga, sem þjóðmenjasafnið hafa vilj- að skoða, og öðrum, sem hafa þurft að nota það, að ekki var til prentuð skrá yfir það i heild sinni. Prentuð skrá er að vísu til yfir elzta hluta þess, en bæði nær hún yfir svo örlítið af safninu, eins og það er nú, og er líka svo óþarflega umfangsmikil og orðmörg, auk þess sem hún í mörgum atriðum er óábyggileg, svo að hún hefir að nauðalitlu haldi mátt koma. I’etta nýja kver bætir því mikið úr til- finnanlegum skorti, þó hvergi nærri alveg sé, enda hefir það, eins og

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.