Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1915, Page 1

Eimreiðin - 01.05.1915, Page 1
Smælingjar. Eftir dr. HELGA JÓNSSON. Dýr og jurtir eru mjög misjafnar aö stærð, eins og alkunn- ugt er. Langt fram eftir öldum voru aðeins þær lífsverur (dýr og jurtir) kunnar, sem voru svo stórar, að þær mátti greina ber- um augum. Pegar smásjáin fanst, opnaðist vísindamönnunum nýr heimur, og mesti urmull af smádýrum og smájurtum komu fram á sjónarsviðið. Og eftir því sem smásjáin hefir fullkomnast, hefir þekkingin á smáverunum vaxið, og margt verið leitt í ljós, sem er afarmikilsvert. Mönnum eru nú kunnar afarmargar tégundir smádýra og smájurta. Vér þekkjum sköpulag þeirra og eðli, og lífsstarf margra þeirra er ekki lengur hulinn leyndardómur. En þrátt fyrir alla þessa þekkingu er margt enn þá í þoku. Pví leiknari sem vér verðum í að leita að hinum ósýnilegu smáverum, og því betri verkfæri sem vér höfum, því betur tekst oss að leiða óþektar tegundir fram á sjónarsviðið, og varpa ljósi yfir ýmislegt, sem nú er í myrkrunum hulið. Dýr og jurtir, sem eru svo litlar, að þær sjást ekki með berum augum, mætti kalla smœlingja. Af smælingjum eru margar tegundir kunnar. Peir eru mjög breytilegir að eðli og útliti. Sum- ir smælingjar teljast til dýraríkisins, en sumir eru jurtir. Oft getur verið erfitt, að greina á milli dýra og jurta, því að takmörkin milli lægstu jurta og lægstu dýra eru ekki glögg. Pað yrði of langt mál, ef telja ætti upp alla þá smælingja, sem kunnir eru. 'Ég ætla því aðeins að taka nokkur dæmi.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.