Eimreiðin - 01.05.1915, Qupperneq 2
7»
I. GERLAR.
Gerlar eru afarlitlir. Peir teljast til jurtaríkisins, og eru skyld-
ir blágrænu þörungunum. Stærð gerlanna er mæld í þúsundhlutum
úr millímetra. fúsundasti partur úr millímetra er táknaður með
grískum bókstaf t* (my). Lengd gerlanna er venjulegast nokkrir
þúsundhlutar úr millímetra (nokkur <“) og gildleikinn l/í—2 f* eða
enn þá minni.
Sköpulag gerlanna er afarmismunandi. Sumir eru aðeins ein
fruma, aðrir samsettir af nokkrum frumum. Eftir löguninni má
skifta þeim í flokka. Ef gerillinn er eins á alla vegu, er hann
hnattlaga (hnattgerlar), ef ,,fruman er mest á einn veg eða heflr
lengd og breidd og er bein, er gerillinn staflaga (stafgerlar). Sé
I. Hnattgerlar (Micrococcus pyogcncs
aureus). 10«•/,.
_ N V \
ú'r'.'w 1
' ^ V
\ \ , \ -. /$ v
\
/'
I-
\ V
2. Stafgerlar (Bacterium etysi-
pelatos suum), 1000jv
lengdin mörgum sinnum meiri en breiddin, er gerillinn þráðlaga
(práðgerlar). Séu stafirnir eða þræðirnir snúnir, eru gerlarnir
undnir (vindur eða vindugerlar).
Flestir gerlar eru litarlausir, tærir, gagnsæir, og stundum smá-
kornóttir. Til eru þó rauðir eða rauðleitir gerlar; og grænir gerlar
eru einnig til, en afarsjaldgæfir.
Gerilfruman er lítt kunn að ýmsu leyti. En það vita menn þó,
að utan um frymið er veggur úr eggjahvítuefnum. Innan í fryminu
er safahol, eitt eða fleiri. Kjarna hafa menn ekki fundið í geril-
frumunni. Líklegt má þó telja, að á víö og dreif í gerilfryminu
sé efni, sem svarar til litnis í venjulegum kjörnum. Éinstaka sinn-
um hefir efni þetta sést, þegar grómyndun verður. Lítur þá út sem
litnið í gerilfryminu dragist saman og taki á sig kjarnalögun, en
þó aðeins í svip, á þeim stað í frumunni, er gróið myndast á.
Mjög margar geriltegundir eru með svifum, einni eða fleiri. Tær