Eimreiðin - 01.05.1915, Qupperneq 4
8o
hálfum klukkutíma, og stundum jafnvel á 20 mínútna fresti. Setj-
um svo, að deiling verði á hálftíma fresti, þá hefir gerill, sem
byrjar að deilast um miðjan morgun, getið af sér rúmlega i6'ji
miljón (16.777,216) um miðaftan. En eftir sólarhring (24 klukku-
tíma) er gerlamergðin orðin liðlega 281 biljón (281,474,976,710,656).
Ef allir þessir gerlar lægju í röð, hver við endann á öðrum, mundi
lestin ná mörgum sinnum kringum jörðina. Setjum svo, að lengd
gerilsins sé 4 þá komast 250 gerlar á einn millímetra, 2500 á
einn sentímetra og 250,000 á metrann. Nú getur hver, sem vill,
haldið áfram og reiknað, hve löng lestin verður. Deiling gerlanna
getur verið svona ör, þegar kjör gerlanna eru sem bezt við þeirra
hæfi. Én margt er gerla bölið, ekki síður en mannanna, og tekur
náttúran oft ómildum höndum á þessum smælingjum. Kjörin eru
löngum svo óhagstæð, að deiling getur ekki átt sér stað; og
gerlarnir mega telja sig sæla, ef þeir aðeins geta hjarað. En
væru kjörin ávalt sem bezt við hæfi gerlanna, yrði varla þver-