Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1915, Qupperneq 7

Eimreiðin - 01.05.1915, Qupperneq 7
83 •efnið úr ólífrænum samböndum, úr kolsýru loftsins. Kraftinn til þess, að vinna kolsýruna, fá þeir við efnabreytingar, elding ólíf- rænna efna. Saltpétursgerlarnir búa þannig til lífræn efni úr ólíf- rænum efnum, þótt ekki séu þeir grænir, og sólarljósið komi hvergi nærri. Petta kollvarpar með öllu gömlu kenningunni, að grænar jurtir einar gætu framleitt lífræn efni af ólífrænum efnum. Samkvæmt þróunarkenningunni eiga allar lífsverur að vera komnar af ófullkomnum frumverum. Pessar frumverur hljóta að hafa breytt ólífrænum efnum í lífræn efni. Álit manna hefir ver- ið, að frumveran eða frumverurnar hafi verið grænar. En úr því að saltpétursgerlarnir geta unnið lífræn efni úr líflausri náttúru, án sólarljóss og græns litar, þá er alveg eins líklegt, að frumverurnar hafi verið eitthvað svipaðar gerl- um. Vel getur hugsast, að gerl- arnir hafi þegar verið farnir að byggja jörðina, meðan hún var svo heit, að vatnið var í gufu- formi kringum hana, í svo þykk- um mekki, að geislar sólarinnar gátu ekki brotist í gegnum hann. Gerlarnir skiftast þá í sjálf- bjarga og ósjálfbjarga gerla. Ósjálfbjarga gerlar skiftast í sníkjugerla og rotgerla. Sníkjugerlar eru algengir á lifandi verum. Peir valda veik- indum á dýrum og jurtum. Margir þeirra eru orðnir svo vanir sníkjunum, að þeir geta ekki öðruvísi lifað, og er erfitt að rækta marga þeirra. Margir sníkjugerlar geta og lifað sem rotgerlar, ef verkast vill. Sníkjugerlarnir eru kunnastir alþýðu manna. Eigi er það þó svo að skilja, að þeir séu hverjum manni sýnilegir; því að þeir eru svo smáir, að þeir sjást ekki nema í góðri smásjá. En af verkunum skuluð þér dæma þá. Það geta menn gert, þótt gerl- arnir séu smáir; því að verk þeirra eru oft mikil og ill í lifandi dýrum. Pessi örlitla gerilögn leggur oft stóran og sterkan mann að velli á örstuttum tíma. Eeir eru sannkallaðir óvinir þeirra vera, sem þeir sníkja á; og sökum smæðarinnar er erfitt að var- ast þessa ósýnilegu fjendur. Til þess að varast þá, verður mað- 9. Berklagerlar (BacUritim tuber- culosis), litaður hráki; dökku strikin eru gerlarnir. 10<7
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.