Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1915, Side 8

Eimreiðin - 01.05.1915, Side 8
84 w að þekkja þá. Pað er tiltölululega mjög stutt síðan menti fundu gerlana. En síðan þeir fundust, hefir þekkingunni á þeim fteygt fram; og nú vita víst flestir, að næmir sjúkdómar eru af völdum gerlarna. Til dæmis má nefna svartadauða, bólusótt, tæringu, taugaveiki, kvef o. s. frv. Áður var þess getið, að ósköpin öll af gerlum gæti myndast á skömmum tíma, þegar vel léti fyrir þeim. Tað er því auðsætt, að sníkjugerlar í líkömum manna og dýra geta framleitt ákaflega mikið af gerlum, ef vel lætur. Og ef líkaminn væri engum vopn- um búinn, til þess að verjast gerlunum, mundu þar verða skjót umskifti. En líkaminn er ekki varnalaus, sem betur fer. Þegar sníkjugerlarnir berja að dyrum, taka hvítu blóðkornin móti þeim, og byrjar þá harður bardagi. Oft fer viðureignin þannig, að hvítu blóðkornin éta gerlana blátt áfram, og er árásin þá brotin á bak aftur. En mjög oft fer viðureignin á þann veg, að hvítu blóðkorn- in geta ekki eytt gerlunum. Gerlarnir aukast þá og margfaldast. Líkaminn verður gagntekinn af sótt, en heldur þó áfram að verja sig eftir föngum, Við lífsstörf gerlanna í líkamanum framleiðist einskonar eitur (toxin). En líkaminn leitast við að eyða eitrinu með einskonar gagneitri (antitoxin); og ef það tekst, fer alt vel, og sóttin batnar. En ekki er nóg, að eyða gerlaeitrinu, ef gerl- arnir sjálfir eru ekki brotnir á baic aftur. Líkaminn leitast og við að ráða niðurlögum gerlanna, og myndar þá efni, sem oft ríður þeim að fullu. Sníkjugerlarnir og líkaminn, sem þeir sníkja á, heyja þannig hinn harðasta bardaga, og eru úrslitin oft mjög

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.