Eimreiðin - 01.05.1915, Síða 10
86
þeir voru aldir á lífrænum kolefnasamböndum (sykri). Pá fundust
og rótargerlarnir, sem fyrir löngu eru orðnir alkunnir fyrir köfn-
unarefnisvinslu úr loftinu. Á rótum ertublómanna (og skyldra
ætta) eru smáhnúðar. Hnúðar þessir eru t. a. m. algengir á smára
á íslandi. í hnúðunum eru ósköpin öll af rótargerlum. Gerillinn er
í moldinni, líklega í dvala. Pegar ertublómum er sáð í moldina,
og ræturnar fara að vaxa, kemst gerillinn inn í þær. Líklegast
er, að gerillinn festist í sárum
eða rifum, sem auðveldlega
geta komið á ungar rætur í
moldinni. Gerillinn brýzt inn í
frumurnar í rótinni og fyllir
þær algjörlega. Frumurnar
verða fyrir nokkrum hnekki,
en halda samt áfram að
stækka. í upphafi tekur ger-
illinn fæðu úr frumum ertu-
blómanna. Par fær hann bæði
sykur og asparagín. í fyrst-
unni fær hann köfnunarefni úr
asparagíninu, en vonum bráð-
ar fer hann að vinna köfnun-
arefni úr loftinu. Meðan ertu-
blómið er ungt og óharðnað,
kemur í það kyrkingur af
völdum gerlanna. En þegar
leiðistrengir ertublómsins eru
fullvaxnir, og súr næring flyzt
um alla jurtina, þá kemur
kyrkingur í gerlana, og þeir
deyja að lokum. En ertublómið fær þá borgun fyrir sfn fyrri
útgjöld, 'því það neytir þess köfnunarefnis, sem gerlarnir hafa
safnað, jog fær mikinn og góðan vöxt. Pegar upp er skorið,
verður mikið eftir af rótum í moldinni. Pær molna þar sundur,
og á þann hátt fær moldin nokkuð af því köfnunarefni, sem í
þeim var.
?að hefir reynst vel, að hvíla akra með því, að sá í þá
ertublómum, enda er það skiljanlegt, því að jarðvegurinn er
miklu ríkari af köfnunarefni, þegar ertublómin skila af sér.
12. I’verskorinn gerlahnúður á Lathyrus
silvestris f gerlastrengir; bact, gerlar;
k, frumukjarni; amt mjölviskorn; mi,
korn í fryminu; v, safahol.