Eimreiðin - 01.05.1915, Side 11
87
Menn hafa sáö rótargerlum, þar sem þá vantaði. Hafa menn
gert það með því, að flytja þangað mold, sem ertublóm höfðu
vaxið í. Rótargerillinn hefir einnig verið hreinræktaður og geng-
ið kaupum og sölum (.Nitragin; »bólusetning jarðvegsins«).
Útbreiðsla gerlanna. Oft lítur svo út, sem gerlarnir séu
alstaðar nálægir, og getur vel verið, að varla finnist nokkur
blettur á yfirborði jarðar, er sé alveg laus við gerla. En sum-
staðar er gerlamergðin afarmikil, og á öðrum stöðum sárfáir
gerlar. Pó skal þess getið,
að gerlagróður jarðarinnar
hefir ekki enn verið rann-
sakaður nægilega víða á
hnettinum. Svo má að orði
komast, að gerlagróður sé
aðeins kunnur á takmörkuð-
um svæðum, t. a. m. víðs-
vegar í Evrópu og Ameríku.
Útbreiðsla gerlanna á hnettin-
um verður aðeins rakin í stór-
um dráttum. í hitabeltinu er
afarmikið af gerlum, en lítt
eru þeir þar rannsakaðir enn.
Uppi á háfjöllum og í heims-
skautalöndunum er lítið um
gerla. Og þótt undarlegt virðist, er gerlagróður háfjalla og
heimsskautalanda næstum því kunnari, en gerlagróður hita-
beltisins.
Sem dæmi upp á heimsskautalönd má nefna Spitzbergen.
þar var afarlítill gerlagróður. I loftinu voru engir gerlar, og að
líkindum er það því að þakka, að menn verða ekki kvefaðir í
heimsskautaferðum. 1 snjó, ís og vatni fundust nokkrir gerlar á
Spitzbergen, og var einna mest í snjónum. í sjónum voru fáir
gerlar á yfirborðinu, en þeim fjölgaði nokkuð, eftir því sem
dýpra kom.
Á háfjöllum er gerlagróðurinn nokkuð svipaður eins og í