Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1915, Qupperneq 17

Eimreiðin - 01.05.1915, Qupperneq 17
93 Æskuminningar. (Framhald.) Eftir ÖNNU THORLACIUS. Ég hefi verið beðin að halda áfram æskuminningum mínum, bæði frá Vesturheimi og hér heima. í Winnipeg á ég frænda, sem heitir Jón- as Daníelsson, og erum við bæði systra og bræðrabörn. Við erum alin upp að mestu á sama heimili, og var altaf vel til vina. Höfðum við haldið áfram að skrifast á, eftir að hann fór til Vesturheims, en nú í 4 ár hafði ég engin skeyti fengið frá honum, og var því farin að halda, að hann væri dáinn. En nú fyrir skömmu fæ ég bréf frá honum, og lofar hann þar guð fyrir, að ég sé lifandi, og segist hafa séð það í Eimreiðinni. Þakkar hann mér mikillega fyrir þessar æsku- minningar, sem hann kannist svo vel við, þar eð hann hafi oft verið viðstaddur, er þær gerðust. MEÐFERÐ UNGBARNA, BARNAUPPELDI O. FL. Já, hann Jónas, sem var heitinn eftir honum Jónasi sál. kaupmanni á ísafirði, er var bræðrungur feðra okkar, — ég man það, þegar hann fæddist. Það var kl. 4 á jólanóttina, að ljósmóðir mín var sótt upp að Kverná, næsta bæ við Grundarfjörð, örskamt á milli. En undir hádegi á jóladaginn var komið með reifastrangann til mömmu. Þá átti að fara að lesa húslesturinn, og fyrir sára bón mína fékk ég að halda á barninu í reifum. Þótti mér sem það barn væri hálfheilagt, að fæðast sömu nótt og Kristur. Ég man það, að mér fanst um lesturinn, að ég yrði aðnjótandi helginnar, sem lagði af þessu barni. Ég var þá á 7. árinu og hefði getað setið með Jónas, þó óreifaður hefði verið. Já, þessir reifar, þeir voru skrítnir. Fyrst var látin dula undir barnið, til að taka á móti vætu. Síðan var vafið tvöfalt hvítt léreft inst utan um barnið. Svo var tekið voðfelt vaðmál og vafið þar utan yfir; þá var vafið einföldu lérefti með rósum, og þurfti að vera vel gert, því engin hrukka mátti sjást á því. Alt náði þetta upp undir hendur. Síðan var tekinn reifalindinn. 3 þumlungar á breidd. Lindi sá, er Jónas var reifaður með, var ljósgrænn, bryddur með hvítu. Það man ég svo vel, en hve langur lindinn var, man ég ekki glögt. Ég hygg, hann hafi verið 3 álnir, og endarnir ávalir. Nú var byrjað að reifa efst uppi undir höndum og svo haldið ofan eftir, en ekki svo þétt, að ekki sæist í rósaléreftið á milli, sem undir var; þar var end- unum stungið inn undir lindann, eða hnezla höfð og hnappur í klútn- um, sem undir var. Síðan var barnið reist upp, og stóð þá ekkert upp úr reifunum nema handleggir og höfuð, og það var það eina, 7
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.