Eimreiðin - 01.05.1915, Side 26
102
um mittið, en sló sér út að neðan, þegar ofan eftir dró. Hún var
ýmist úr ofursmágerðu vaðmáli eða klæði, lögð með flosborða, 4
þuml. breiðum. Var flos það ofið með rósum, byrjað í kringum háls-
inn, og haldið áfram í skaut niður. Krækt var með einum króki í
hálsinn. I þessum hempum sátu konur í kirkjunni, nema þegar til
altaris var gengið, þá lögðu þær hempuna af sér, meðan á berg-
ingu stóð.
Þannig var nú gamli skautbúningurinn, en hinum nýja þarf ekki
að lýsa, því hann þekkist í flestum löndum af myndum. Margar góð-
ar myndir af gamla skautbúningnum má og sjá í Eimreiðinni X, 1—32,
í ritgerð eftir höfuðsmann Daniel Bruun, sem heitir: »íslenzkir kvenn-
búningar* og er með 34 myndum.
í fyrsta skiftið, er ég var við guðsþjónustu í dómkirkjunni í Rvík,
langaði mig til að sjá Fornmenjasafnið, en hafði ekki einurð á að
biðja um það. Fór ég þá til Guðríðar minnar, bróðurdóttur Bjarna
amtmanns Thorsteinssonar, og bað hana að koma með mér í kirkju,
sem hún og gerði. Eftir messu kom hún mér á framfæri, þvf ég var
þá ekki uppburðarmikil, aðeins 15 ára. Var þá Sigurður málari Guð-
mundsson vörður þessa litla safns og stofnandi. Safnið var þá uppi á
kirkjulofti, og varð ég að ganga upp marga stiga, og var orðin þreytt,
þegar upp var komið. Þá var nú Sigurður gamli dálítið errinn, og var
eitthvað að tauta um stjórnina, hve húsrúmið væri lítið. Þó varð ég
hrifin af því, sem ég sá, en undanfelli nú samt, að telja það upp.
Gaf ég þá safninu borðasprota af hempu ömmu minnar, og Guðríður
mín gaf bók, sem skrifuð var á kálfskinn. Hækkaði þá brúnin á Sig-
urði, ekki síður en á Agli, er hann tók við hringnum af Aðalsteini,
og upp frá því vorum við mestu mátar. — Aumingja karlinn, ég
held hann hafi fengið steina fyrir brauð um dagana, enda var lundin
stirð, sem von var; því oft var vegur hans þymum stráður, eins og
Steingrímur kemst að orði í erfiljóðunum eftir hann.
HJÁTRÚ OG HINDURVITNI, FÁRÁÐLINGAR O. FL.
Systurnar á Setbergi fengu að koma til mín einu sinni á vetri,
og vera í viku, eins og ég þar, á aldrinum 8 —12 ára. Þá voru þær
að segja mér ýmsar sögur um og eftir Gunnu, sem kölluð var sgó«,
og Gísla bróður hennar, sem kallaður var «gosi«, af því hann gat
ekki nefnt nafn sitt rétt. Gunna gó og Gísli gosi voru hjú á Set-
bergi. Sagðist Gunna gó sjá og heyra dauða fólkið í kirkjugarðinum,
og að það kæmi inri í bæ og legðist ofan á þau systkinin á nótt-
unni, klipi þau og kreisti. Þessu trúðum við sem nýju neti, enda
þótt Gunna gó segði frá, sem við vissum, að var líkari fífli en
manni. Við vorum líka svo myrkfælnar, að við þorðum ekki fet,
nema að hafa Ijós. Og altaf versnaði ég, þegar ég kom að Setbergi.
Var föður mínum illa við þetta, en mamma umbar það.
Einu sinni tók faðir minn það fyrir, að senda mig um vökuna
fram í eldhús með eitthvað. Stofa var á milli eldhúss og dagstofu,
og myrkur í henni. Fyrst horfði ég á hann steinhissa, og fóru þá