Eimreiðin - 01.05.1915, Qupperneq 28
104
f'arna undir Kirkjufelli voru og önnur hjón, Guðmundur á Búðum
og f’órunn kona hans. Var hún oftast í karlmannsfötum. Sú þóttist
nú kunna dönsku, gömlu dönskuna. En enginn skildi, hvorki Danir
né Islendingar. Hún var æði montin, skar sjálf hestana og lét karl-
inn flá.
Þriðji bóndinn hét Asmundur, auknefndur »ærulangur«. Alt át
fólk þetta hrossakjöt, er þótti ósvinna í þá daga. Man ég, að þeg-
ar fólk þetta var að koma til okkar, þá sögðu vinnukonurnar við okk-
ur: sKomið þið ekki nálægt, því þetta eru hrossakjötsætur.c Má af
því sjá, hvílík svívirðing það þótti. Raunar var einhver vondur þefur
af því, þræzlulykt, því það hefur ekki kunnað að fara með kjötið, eins
og nú er gert, og ekki kunnað að matbúa það rétt.
f'essi Ásmundur átti son, er einnig hét Asmundur, auknefndur
»tólfti«, af því hann gat ekki nefnt 12. Nærri hver maður var þá
auknefndur. Dóttur átti hann og, er Snjólaug hét. Ég man þegar
móðir þeirra dó, og var ég þá 7 vetra Kistuna utan um hana
smíðaði Sigurður smiður, maður ljósmóður okkar, í þinghússtofunni.
Vakti vinnumaðurinn eina nótt við það verk, að reka svip kerlingar
út. Trúin var sú, að hinn dauði stæði hjá smiðnum, þangað til kist-
an væri búin. Svipur kerlingar kom upp á loft, og klóraði í hurð-
ina, þar sem Sigurður svaf, unz Guðlaugur (svo hét vinnumaðurinn)
rak hana ofan og út. Og hann horfði á hana ljóta og grettna.
Eitt sinn lá Ásmundur ærulangur veikur, og var Snjólaug dóttir
hans og Ásmundur sonur hans að búa um karl að vancfa. En hann
dó í höndunum á þeim. f’au trúa því ekki, og segir þá sonurinn:
3Vertu nú ekki að þessu »hrái« (þrái), »fair< (faðir) minn.« Málfær-
ið var aumt, en þó segist hann nú halda, að hann sé dauður. Loks-
ins klykkir hann því út og segir: »það er sem ég segi, hann er
dauður, og steindauður.« Hoppar hann þá upp af gleði, fer til hús-
freyju, er bjó í öðrum enda þæjarins og hét Sigríður, og biður hana
»að gera aumingja karlinn til«, þegar henni sé hægt urn. Þá segir
systirin Snjálaug: »Gaztu ekki. svínið þitt, sagt: hann er sálaður.
Nú kemst hann ekki inn í Himnaríki.« Sú var trúin. »Jæja,« segir
Ásmundur, »hann verður þá einhverstaðar.«
»Bróir minn sér fyrir mér,« sagði Snjálaug seinna, »je á a fara
í Grundarfjörð til hans Daníelsens.« Það varð og. En hún var of
gömul til þess, að lagfært yrði málfærið. Þó tók hún mikilli breyt-
ingu hjá okkur. En hún varð llka þóttafull af öllu saman og segir:
»Systkinin hérna eru sona heldur gáfuð, Jón, Stefán og Anna, en
þau vita ekki »smúl« í himintunglaganginum.« Við báðum hana fyr-
ir alla muni að segja okkur til í því. »Já, geyin mtn: Þá tunglið
hans þorra tírætt er, tel ég það lítinn háska.« Og nú skælir hún
sig og segir: »Næsta sunnudag nefna ber — níu vikur til páska.«
— Hún lét í meisa, og var faðir minn fyrst með henni, að segja
fyiir. Hún gerði það dyggilega á endanum. Snjálaug átti og að
kemba fyrir aðra vinnukonuna, og sneypti hún hana duglega fyrir
það, að hún kæmi aldrei inn, væri að dunda við útiverk, sem öll
mætti gera á svipstundu. Þá hreykti Snjálaug sér af því, að hún
væri fædd á Kóngsbakka. Svo heitir bær í Helgafellssveit. Segir hún,