Eimreiðin - 01.05.1915, Side 36
I 12
En þrána til skýja á reiðanum rak
í röst út í veraldar-sænum.
fig brast ekki gáfur að velja þér veg,
en vilja og úrslita þrekið.
Er örlög þín guðirnir undu í hnoð,
um endann þú fékst ekki tekið.
Á frostkvöldi blælygnu stóð ég á strönd
og starði í ægishjálm nætur;
og stjörnuhrap leit ég, er stefndi í bygð
við stórbrýnda háfjallsins rætur.
Pá heiðskíru vetrarnótt brustu þér brár
við blysför úr hánorðurvegi.
Par gusu upp logar í gerningadýrð
úr glóðum frá umliðnum degi.
í hjálmskúfum síðum var hrynjandi gull,
sem hristist í bláloftsins iðu,
er stjörnugljá vetrarins, stálkulda leið,
þær stórbornu fylkingar riðu.
Sú útlaga, hátigna, ófrjóva dýrð
á einstæðings hátterni bendir,
sem eldingu brúna á öræfi snýr
og æfinni í sjálfan sig hendir.
Við leiði þitt, Brynhildur, minnast þess má,
hve mannkynið flakir í sárum —
að einstæðings æfin er misfellu-mörg,
sem marinn er fjölsettur bárum.
Sá konungur þögli, sem krystallar líf,
ei klöknar af sorg eða bænum,