Eimreiðin - 01.05.1915, Síða 39
"5
En Ella sagðist ekki eiga samleið með henni; hún ætti að
mæta henni mömmu sinni, og þær ætluðu að fara að kaupa efni
í fermingarföt.
»Sjáðu þá um, að það verði nú almennilegt; — við eigum í
stælum um það heima dags daglega. Pabbi segir, ég megi ekki
fá silkikjól, og það fengu þó systurnar mínar. Hann vill fá mig
til að trúa, að það sé vegna stríðsins.«
»?að er hætt að vinna í verksmiðjunni, sem hann pabbi
vinnur í, svo það verður engin fermingarveizla hjá okkur,« sagði
smávaxin, greindarleg stúlka. »Á fermingardaginn hans Munda
bróður höfðum við þó stórt kökugildi.«
Sigga leit hálífyrirlitlega á hana: »Miðdegisveizlunni getum
við nú alls ekki slept, segir hún mamma. Staða hans pabba
heimtar það, að við bjóðum fáeinum gestum.«
»Átt þú að vera í hvítum fermingarkjól?« spurði há og föl-
leit stúlka hálffeimnislega.
»Hvað annað?«
sMamma segir, ég hafi meira gagn af dökkum. En ég er
svo hrædd um, að ég verði sú eina,« bætti hún við og leit
flóttalega frá einni til annarrar.
Ella var að hugsa um orð prestsins; henni fanst, að djöfull
hégómagirninnar hefði hlaupið í þær allar saman. Og hún klapp-
aði vinalega á hönd stúlkunnar, og sýndi það göfuglyndi, að
segja til hughreystingar: »Pað er sannarlega ekki undir fötunum
komið.«
Pá leit flóttalega stúlkan upp með þakklætissvip og sagði:
»Nei, sama segir hún mamma.«
»fað getur líka meira en verið, að ég verði í dökkum kjól,«
bætti Ella við. Hún vildi ekki vera að láta mikið á sér bera, með
því að berast meira á og hreykja sér upp yfir fátækar meðsyst-
ur sínar.
En þá kom Sigga aftur til sögunnar: »Vertu nú ekki með
þessi uppgerðarlæti. Hún móðir þín er búin að sýna henni mömmu
sýnishorn af hvítu kjólefni handa þér.«
»Þó það; það getur nú samt vel orðið breyting á því,« sagði
Ella afundin, og snéri sér frá henni, áleiðis inn í bæinn. Og með
því það kom upp úr kafinu, að háa stúlkan fölleita átti samleið
við hana, þá stakk hún hendinni undir handlegginn á henni, til að