Eimreiðin - 01.05.1915, Qupperneq 44
I 20
enda stundum verið búin að minnast þeirra rækilega áður, og þá
haft litlu við að bæta.
Og sömu reglu var oss enn fyrst í hug að fylgja við fráfall
Þorsteins Erlingssonar. En við nánari athugun sáum vér,
að hér stóð svo sérstaklega á, að naumast var við sæmandi, að
halda fast við þessa reglu. Pví ef það stóð nokkru tímariti nærri,
að minnast P. E., þá var það ekki hvað sízt Eimr. Eví þegar hún
hóf göngu sína, þá var það einmitt hann, sem lagði fyrir hana
»brautina«, svo hún gat runnið viðstöðulaust út um alt Island.
Með sínu stórfagra inngangskvæði » B r a u t i n < og öðrum frábær-
um snildarkvæðum í tveim fyrstu árgöngum hennar aflaði hann
henni þeirra vinsælda, sem hún
hefir lengi að búið — og býr
máske enn í dag.
En hér við bætist og, að
vagnstjóri Eimreiðarinnar (sem
ekki er óskyldur henni sjálfri)
og t\ E. áttu all-lengi samleið á
lífsbrautinni. P’eir fylgdust að
bekk úr bekk í latínuskólanum
og áttu námsár saman við há-
skólann 1 Khöfn. Og þegar svo
P. E. heltist úr lestinni, en rit-
stjóri Eimr. potaðist upp á við
og varð betur settur efnalega,
þá gat hann orðið P. E. að dá-
litlu liði, einmitt þegar hann átti
við sem mestar kröggur að stríða. Fyrst með því, að veita hon-
um lítilsháttar atvinnu í samvinnu við sig, og því næst með því,
að setja hann í sinn stað til þess, að ferðast um Island og
rannsaka þar fornar rústir, fyrir auðkonu í Ameríku, sem lagt
hafði fram nægilegt fé til þeirra rannsókna. Og loks tók hann
P. E. með sér til Ameríku sem aðstoðarmann við rannsókn á
fornum rústum þar, er menn töldu stafa frá Vínlandsferðum Is-
lendinga, og útvegaði honum svo ríflega borgun fyrir starf sitt,
að hann á eftir gat bæði ferðast talsvert um Ameríku og seinna
um þýzkaland, eftir heimkomu sína til Khafnar. Minnist ritstjóri
Eimr. margra ánægjulegra samverustunda bæði frá því ferðalagi
og endranær; því f\ E. var óvenjulega skemtilegur og ræðinn