Eimreiðin - 01.05.1915, Side 49
125
kirkjan og kenningar hennar eða sú guðshugmynd, sem
flestir þjónar hennar prédika. Og fyrir Kristi bar hann jafnan
hina dýpstu lotningu;1) enda getur enginn gengið þess dulinn, er
les kvæði hans, að hann var sannur lærisveinn hans. Pví það eru
einmitt sömu háleitu hugsjónirnar, sem Kristur prédikaði, er ganga
-eins og rauður þráður gegnum öll þjóðfélagskvæði P. E.: frelsi
og jafnrétti, kærleiki og sannleiki, og þá auðvitað jafn-
framt hatur á andstæðum þeirra: harðstjórn og kúgun,
hræsni og yfirdrepsskap. Og þar sem honum fanst, að
þær meginstoðir, sem héldu þessum þokkahjúum uppi, væru
auðvald, konungsvald og kirkjan, þá hlaut barátta hans
•einkum að beinast að þessu þrennu.
Oll hin svæsnustu byltingakvæði P. E. eru ort í Khöfn.
En á þeim árum, er hann dvaldi þar, gekk kúgunar- og harð-
stjórnaröld Estrúps yfir Danmörku, og studdu prestarnir og kirkj-
an þá stefnu með ráði og dáð, að minsta kosti allur meginþorri
prestanna. Og auðvitað lögðust flestir auðmenn landsins á sömu
sveifina. Var þar því við ramman reip að draga. Pað blað, sem
harðast og hlífðarlausast barðist gegn harðstjórn Estrúps, og þá
ekki síður gegn stoðum hans og styttum; auðmönnunum og kirkj-
unni, var blað jafnaðarmanna »Social-Demokraten«. Og
einmitt það blað las Þ. E. mest allra blaða, og um tíma nær
eingöngu. Eaðan stafar því mikið af því hatursfræi gegn kirkju
og auðvaldi, sem finna má ávöxtinn af í kvæðum Porsteins. En
hér við bættist og, að í sama mund bar Georg Brandes höf-
uð og herðar yfir alla í bókmentaheiminum danska, og barðist
með jötunafli gegn kúgun, harðstjórn og kirkjukreddum. Var því
ekki að furða, þó að Porsteinn fylkti sér brátt undir merki hans
(sbr. »Afmælisvísur«, Þyrnar 203—205), enda urðu þeir, hann og
Byron (sem Porsteinn las mest allra útlendra skálda og dáðist
mest að — næst Njálu, sbr. Pyrnar 160), helztu leiðarstjörnur
hans á bókmentahimninum. En báðir voru þeir brennimerktir
sem byltingamenn og guðleysingjar, hvor af sinni samtíð, og því
ekki að undra, þó Porsteinn hlyti sama stimpilinn, er hann stýrði
eftir segulnál þeirra.
x) Annað mál er það, að hann mun ekki hafa viljað viðurkenna kenningar
kirkjunnar um guðdóm Krists. En í því eiga margir trúaðir menn, bæði únítarar
og ýmsir nýguðfræðingar, sammerkt við hann.
9