Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1915, Blaðsíða 53

Eimreiðin - 01.05.1915, Blaðsíða 53
129 um skáldskap hans í fyrri árgöngum Eimr.: I, 121 —125 (eftir Porstein Gíslason), XIII, 42—46 (eftir Sigurð Guðmundsson) og XX, 140—141 (eftir ritsjórann). Er í þeim greinum minst á margt, sem hér hefir verið gengið fram hjá, og þó ætíð nóg eftir. »Stundum okkur það og það þætti fara betur; en hann Dauði á öðrum stað endapunktinn setur. Meinleg örlög margan þjá mann og ræna dögum. Sá er löngum endir á íslendinga sögum.« Svo kvað í\ E. einu sinni, og sama verður okkur á munni nú við lát hans. Okkur hefði langað svo til, að honum hefði orðið lengra lífs auðið. Ekki svo mjög hans vegna sjálfs (því hann hefir líklega verið fullsaddur lífdaganna), heldur okkar vegna og bókmentanna íslenzku. Okkur hefði langað svo til, að honum hefði mátt auðnast að fullgera þau mörgu snildarverk, sem hann hafði með höndum, en sem hann hefir nú líklega engu getað lokið. Öllum er kunnugt um »EIÐINN« og hve margir þrá að sjá seinni hlutann af honum. En kunnugir vita, að P. E. átti mörg önnur snildarkvæði í fórum sínum, ýmist fullgerð, eða þá brot úr stærri flokkum, sem eftir var að skeyta saman og ljúka við að fullu. Öllu þessu verður nú að halda til haga og safna saman í nýja útgáfu af öllu, sem hann hefir ort, brotunum líka, því óhætt er um það, að »eitthvað gott þar ættland mitt átti á hverju blaði«. í\ E. átti lengstum við þröngan kost að búa, enda víst eng- inn hagsýnismaður í fjármálum, fremur en flest önnur skáld. Hann segir í einu kvæði sínu: »Eg veit hvað svöngum vetur er, þú veizt það kannske líka.c Pó mun hann aldrei hafa liðið reglu- legt hungur, ekki einu sinni á Hafnarárunum, en jafnan haft upp- eldi af skornum skamti. Og talsverðrar gremju mun það hafa valdið honum, bæði hve menn skáru skáldstyrk hans lengstum við neglur sér, og að hann auk þess var veittur með eftirtölum (»mér gramdist það mest, að geta ekki jafnast við útkjálkaprest, — en alþingi er ólýgnust raunin«). »I>að er enduð saga sú, svo er slíkt úr minni; í*orstein ekki næðir nú niðri í kistu sinni.«
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.