Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1915, Síða 56

Eimreiðin - 01.05.1915, Síða 56
132 Og drenglund þín og dirfð ei sátu hjá, er dreginn sástu fjötur vesling á. Og meðan Island á til sannleiksþrá, það elskar, blessar þína göfgu sál. í>ú áttir skap þess, tungutak og mál, svo traust og mjúkt og einlægt, hreint og skært! þess háu jökul-hrönn sem eldsins bál — þess hatur jafnt og ást í þinni sál. — þess viðkvæmasta von. sem hárbeitt stál, var vopn þíns óðs, er hlíft gat jafnt og sært. Og áhrif þín á íslands smáu þjóð, þau eru brautryðjandans frjálsu spor, sem gengin verða meðan lifa ljóð, unz lögð er brautin eftir þinni slóð, svo bein og löng, sem augað leit í óð á óskastundu hjá þér, dreymda vor! Í’ORSTEINN T5. kORSTEINSSON. Guðshugmyndin og stríðið. EIMREIÐIN flytur engar stríðsfréttir, og er það með ráði gert. Pví þó hún — eins og aðrar nöfnur hennar — sé auðvit- að ferðmikil, þá er þó rafmagnsbylgjan í símanum fljótari, svo að flestar stríðsfréttir hennar mundu vera orðnar úreltár, og aðrar nýrri komnar í staðinn, þegar hún kemst í áfangastað sinn. Auðvitað gæti hún samt flutt álit sitt og yfirlit yfir ýmislegt, sem við ber í stríðinu, frekar en gert er í almennum fréttablöð- um, En á því er líka talsvert vandhæfi fyrir tímarit, sem út kemur í hlutlausu landi; bæði af því, að enn er svo margt í

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.