Eimreiðin - 01.05.1915, Qupperneq 61
137
eins og menn kannist við sumt úr kvæðum þýzka prestsins í
hinu kröftuga ádeilukvæði Porsteins »Bæn faríseans*< t. d. lýs-
ing faríseans á sjálfum sér, samanborið við geip prestsins um
þýzku þjóðina og yfirburði hennar yfir allar aðrar þjóðir:
»Hví gerðir þú mig geisla þann
á götum fósturslóðar,
og slíkan garp og gæðamann
og gimstein minnar þjóðar?
Hví varð ég fólksins fyrirmynd,
hví fékk ég slíka vizkulind
og allar gjafir góðar ?
Hví leyfir þú þá landi og þjóð
að lúta nokkrum öðrum?
Hví drotna ei mín hvellu hljóð
að heimsins yztu jöðrum?
Hvað hjálpar það, að hátt ég fer?
því hærri jafnan Satan er
og tekur flug úr fjöðrum.«
Og er ekki eins Og maður kannist við rödd þýzka prestsins,
óbænir hans og ummæli um Breta og aðra mótstöðumenn Pjóð-
verja, í þessum vísum Porsteins:
»Mig mundi litlu muna þó,
að mæta Satan einum;
en hann á vin í hverri kró
og her af lærisveinum;
og örvar senda árar þeir,
sem eitri hverju brenna meir
í mínum merg og beinum.
Hví viltu þola þessa menn
og þeim svo áfram hleypa?
Og hví má jörðin ekki enn
þá alla saman gleypa?
Hve styrkti það ei þjóðartrú!
og þörf er aldrei meiri en nú
þeim árum strax að steypa.
Mun sú þeim ekki sárust nauð,
að sjá oss feita og káta,
er ekkert fæst á borðið brauð
og börnin þeirra grátar
Og við að sjá þá sultar raun,
sem Satans þjónar fá í laun,
mun eittlivað undan láta.
Og enn þá til að erja á lýð
með öllum Vítis pínum
ég held í þetta heiftarstríð
úr helgidómi þínum.
En héðan af ég hamra þá
með hverju, sem að bítur á. —
Nú hjálpi Satan sínum!
En, drottinn, hvar sem heims um lönd
þú hittir þessa varga:
þá loka hverri líknarhönd
og lát þeim ekkert bjarga;
þá mun ei æfin ýkja löng,
unz önnur verri sultarföng
þeim voðaföntum farga.
En seinna þér ég sit við hlið
og sé þá fótum tapa,
og lít þeim eilíf ósköp við
og opið Víti gapa,
ég heyri grimman hefndardóm,
ég heyri þeirra voðaróm
og sé þá sjálfur hrapa.«
Ef þeir íslenzkir prestar, sem mest hneyksluðust á þessu
kvæði þorsteins og öðrum árásarkvæðum hans á kirkjuna, hefðu
þekt eins vel og hann skoðanir ýmsra stéttarbræðra sinna í öðr-
um löndum og hugmyndir þeirra um guð og afstöðu hans til
manna og þjóða, þá mundu þeir máske hafa litið á kvæði hans