Eimreiðin - 01.05.1915, Blaðsíða 62
138
með öðrum augum, og játað, að »karlinn var ekki svo blár«. Því
þó að svo hafi nú atvikast, að vér höfum hér að framan aðeins
tilfært ummæli eftir þýzkan prest, þá mega menn ekki ætla, að
Pjóðverjar og klerkalið þeirra sé einsdæmi í þessum efnum. Nei,
það er víðar pottur brotinn, og óvíst, að ýmsir klerkar hinna
hernaðarþjóðanna reyndust hóti betri, ef hægt væri að skoða þá
með röntgensgeislum innanrifja. Og ekki hefir t. d. neitt heyrst
um það, að enskir prestar hafi hafið nein mótmæli gegn tilraun-
um Englendinga til að svelta alla þýzku þjóðina (um 70 miljónir),
börn, konur og gamalmenni, með því að banna þeim alla að-
iiutninga, heldur muni una því allvel, »er ekkert fæst á borðið
brauð og börnin þeirra gráta«.
V. G.
Skriftamál þingmannsefnisins.1)
Ég býð mig fram, því býst ég
við,
betri mann fá þeir ekki,
ég kann að vinna kjördæmið,
karlana hér ég þekki;
hinir byrja í blöðunum
að bríxla ... — á þeim helvítum
ég kannske síðan klekki.
Mín þekking um svo ósköp
margt
er ekki’ á marga fiska,
eitt stunda ég, því það er þarft,
þetta: að kunna að gizka
hvoru megin er múgurinn —
þeim megin verð ég, góði minn
það er sú æðri vizka.
Alþýðu skjalla’ eg mest sem
má —
ég meina svo þeir heyri —
og læt þá á mér sjálfum sjá
ég sé þeim ekki meiri,
að geðjast aðeins gáfuðum
það gengur ekki á kjörfundum,
því flónin eru fleiri.
') Má syngja á kjörfundum og víðar með laginu: »Ef land jui sérð í legi
blám«. —