Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1915, Side 72

Eimreiðin - 01.05.1915, Side 72
148 FÍFLAR. Smásögur, frumsamdar og þýddar. 1. h. Útgefandi Þorsteinn Þ. Þorsteinsscm. Kostnaðarm. Þorsteinn Oddsson. Winni- peg 1914. retta er 1. h. af litlu tímariti, sem á að koma út við og við- eftir hentugleikum, og sem á að flytja smásögur, bæði frumsamdar og þýddar. f’ar eiga og að koma þjóðsagnaþættir eftir f’orstein f’or- steinsson frá Upsum (í Svarfaðardal). í þessu 1. h. eru 5 þýddar sögur og 3 frumsamdar, og allar fremur laglegar, en þó ekki sérlega tilkomumiklar, og helzt til ró- mantiskar, að sumum mun þykja. En einmitt fyrir það kennir þar meira fegurðarsmekks, en menn eiga oft að venjast í sögum úr hvers- dagslífinu. Hinn ytri frágangur er einkarsnotur (prentun og pappír), en staf- setningarvillur og prentvillur þó nokkrar, og stundum óþægiiegar, t. d. »á hinu gufuglega enni«, sem á að vera »göfuglega«, en hæglega má misskilja sem »gufulega«. Málið er allgott yfirleitt, og á stundum enda prýðisfallegt. En stundum getur þó út af því brugðið, t. d. »ég væri að twrfa mér eftir konn« (bls. 62), sem er fráleit íslenzka, í staðinn fyrir »að skygnast um eftir konuefni«. — »Sagði til Jesú« (bls. 29) er heldur ekki íslenzka, og ■>->prepskildin (bls. 15) er röng orðmynd f. »þröskuldi«, þótt sú orðmynd sjáist nú víðar í íslenzkum bókum. Stundum eru setningarnar svo dönskuskotnar, að menn furð- ar á, ef ekki er þýtt úr dönsku, t. d. »féll strax í svefn« (bls. 14) f. ..sofnaði undireins«, og »leit yfir hib fullcndaba smíði« (bls. 15) f. »fullgjörða«, »lokna« eða þessh. En þetta eru nú smámunir, sem aðeins er getið til leiðbeiningar, af því auðsætt er, að ekki vantar viljann til að vanda sig, enda vott- ur um allmikla orðgnótt og vald á málinu. V. G. PÉTUR ZOPHÓNÍASSON: ÆTTIR SKAGFIRDINGA 1910. Rvík 1914. 440 -\- VIII bls. (Sigf. Eym.) Bók þessi er í 4 köflum, og eru í 1. kaflanum raktar ættir 659 manna, sem búsettir voru í Skagafirði árið 1910, í 2. kaflanum ættir 104 annarra manna (mest úr Skagafirði), í 3. kaflanum ýmsar forn- ættir, og í 4. kaflanum eru leiðréttingar, viðaukar og registur yfir alla bókina. f>að er ekki lltið verk, sem hér er af hendi leyst, og þarf ekki neina smáræðis elju og áhuga á ættvísi til að gera slíkt, jafnlítið og búast má við að komi í aðra hönd, líklega enginn eyrir fyrir alt starfið og máske hæpið, að útgáfukostnaðurinn fáist. f>ó getur nú skeð, að bókin seljist betur en margan grunar, þvl það hefir lengi legið í landi á íslandi, að þykja gaman að ættvísi. Og um sína eigin ætt vilja flestir vita eitthvað, ef þess er kostur. Það má því búast við, að bókin fái marga kaupendur í Skagafirði að minsta kosti, og þó llklega enn víðar, því hún kemur víða við, eftir því sem ættirnar dreifast út um alt land, bæði upp og niður. Er karlleggurinn þar jafnan rakinn svo langt, sem komist verður, og móðurætt oft tals- vert líka, og má þannig (stundum með því, að hlaupa úr einum lið í

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.